Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. maí 2018 06:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. VÍSIR/VILHELM Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira
Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Fleiri fréttir Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Sjá meira