Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra Jóhann Óli Eiðsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifa 18. maí 2018 06:00 Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. VÍSIR/VILHELM Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frá ársbyrjun 2014 hefur öldruðum á biðlista eftir hjúkrunarrýmum fjölgað um sextíu prósent en þá voru 226 einstaklingar á biðlista eftir varanlegri búsetu í hjúkrunarrými. Í upphafi þessa árs var talan komin upp í 362. Meðalbiðtími hefur einnig lengst samhliða lengri biðlistum. Árið 2014 var meðalbiðtíminn eftir úthlutun 74 dagar. Þeir einstaklingar sem fengu rými úthlutað á fyrsta ársfjórðungi 2018 biðu hins vegar að meðaltali í 126 daga. Helmingur þeirra fékk hjúkrunarrými innan níutíu daga. „Þetta kemur ekki á óvart, enda hefur hjúkrunarrýmum ekki fjölgað um langt skeið og á sama tíma lifir fólk lengur og árgangar eldra fólks eru stækkandi,“ segir Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala.„Það hefur verið ótrúleg tregða í útfærslu á hugmyndum að úrbótum. Allt sem fer úrskeiðis í þeim einföldu útfærslum sem við erum með í dag stuðlar að því að fólk endi á hæsta þjónustustigi, það er í hjúkrunarrými.“ Pálmi segir mikla þörf fyrir fleiri hjúkrunarrými nú, en það eitt leysi ekki viðfangsefnið vel til lengri tíma. Stórbæta þurfi heimaþjónustu eldra fólks, með aðkomu heimilislækna og öldrunarlækna og greiningu, meðferð og endurhæfingu er byggi á heildrænu öldrunarmati. Þá finnist enn fyrir áhrifum lokunar líknardeildar fyrir eldra fólk, sem lengdi biðlistann sem því nam og jók dánartíðni þeirra sem bíða. Auk þess hafi áætlanir um öldrunargeðlækningar horfið með hruninu. Með breyttu verklagi í þessum og fleiri atriðum sé líklegra að fólk fái rétt úrræði á réttum tíma og stað, sem bæti lífsgæði og sé til þess fallið að fækka þeim sem hafna á hæsta og dýrasta þjónustustigi. „Tíminn til að gera breytingar af alvöru er núna. Ef við beitum ekki nýsköpun byggðri á þekkingu í þjónustu við eldra fólk nú þurfum við einfaldlega að mæta fólksfjölguninni með hlutfallslega auknum fjölda hjúkrunarrýma, og það er ekki gott mál til lengra tíma litið, ekki það sem fólk vill og mjög kostnaðarsamt,“ segir Pálmi
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira