Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir skrifar 18. maí 2018 10:25 Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Líf Magneudóttir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum og áhrif þeirra eru eitt af stærstu og brýnustu verkefnum sem við stöndum frammi fyrir á komandi árum og áratugum. Áhrif þeirra á vistkerfi jarðarinnar geta valdið gríðarlegu og óafturkræfu tjóni í öllum löndum og hverri einustu borg. Líka á Íslandi og hér í Reykjavík. Í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar er stefnt að því að borgin verði kolefnishlutlaus árið 2040. En stefna og markmið eru ekki nóg: Við verðum að stíga miklu fastar til jarðar og taka stærri skref til að ná þessum markmiðum.Borgarlína er góð - en ekki nóg Eitt stærsta skrefið sem við getum stigið er að greiða veg vistvænna samgangna. Lagning borgarlínu er ein mikilvægasta forsenda þess, og því leggjum við í Vinstri grænum höfuðáherslu á að hefja lagningu hennar tafarlaust. En borgarlínan ein og sér dugar ekki til. Við verðum að fjölga hjólastígum og aðgreina þá frá gangandi umferð því það hefur sýnt sig að þá hjóla fleiri og hjólreiðar verða öruggari. Við þurfum að efla strætó meðan við bíðum eftir borgarlínunni og með því að banna nagladekk getum við strax dregið úr svifryksmengun og bætt loftgæðin í borginni. Reykjavík á líka að gera meira til þess að greiða fyrir rafbílavæðingu. Það þarf að koma fyrir hleðslustöðum við allar opinberar byggingar, í bílastæðahúsum og í íbúðargötum, og veita sérstakan stuðning við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla við íbúðarhús. Við þurfum líka að endurheimta náttúrugæði og stórefla kolefnisbindingu, rækta skóga og endurheimta votlendi.Drögum úr neyslu og sóun Rót vandans er óheft neysluhyggja og kannski hugsanaleysi um sótspor okkar. Við þurfum því að ráðast af krafti í markvissa fræðslu og vitundarvakningu um sótspor okkar og hvað við getum gert til að minnka það. Með því að hvetja til matjurtaræktar og minni matarsóunar og með því að gera vegan fæði hærra undir í mötuneytum borgarinnar stuðlar borgin að neyslu sem skilur efitr sig minna sótspor. Vekjum fólk til umhugsunar um mikilvægi þess að fara vel með okkar nánasta umhverfi og náttúruna og að vera ábyrgur neytandi. Það á eftir að skila sér í betra og heilsusamlegra samfélagi. Fyrir því ætla ég beita mér af krafti í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Setjum X við V á laugardaginn og tryggjum aukin lífgæði og enn betri borg fyrir okkur öll.Líf Magneudóttir, Oddviti VG í borgarstjórnarkosningunum
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun