Afsakið hlé Hörður Ægisson skrifar 18. maí 2018 12:55 Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Þetta var aðeins spurning um tíma. Hinn gríðarmikli uppgangur í ferðaþjónustu, þar sem ferðamönnum fjölgaði um tugi prósenta ár frá ári, var ósjálfbær og hlaut að taka enda fyrr en síðar. Það sem kemur hins vegar kannski á óvart, þvert á spár flestra greinenda, er hversu hratt vöxturinn er núna farinn að hægja á sér á skömmum tíma. Þótt það eigi að fara varlega í að draga of víðtækar ályktanir þá er hægur leikur að teikna upp mynd sem gefur til kynna að það séu blikur á lofti í atvinnugreininni – og þá um leið í íslensku efnahagslífi. Hagtölur sem birst hafa sýna meðal annars að ferðamönnum fækkaði í apríl frá fyrra ári í fyrsta sinn í átta ár, þeir dvelja skemur og eyða minna, gistinóttum á hótelum fer lítillega fækkandi, fyrirtæki eru að draga saman seglin með færri ráðningum á starfsfólki og þá er einnig uppi óvissa með framgang sumra stórra hótelverkefna. Nánast ekkert ríki á jafn mikið undir ferðaþjónustu og Ísland. Greinin skapar orðið meira en 40 prósent af útflutningstekjum þjóðarbúsins og liðlega helming af heildarhagvexti frá árinu 2010 má skýra beint og óbeint með auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Ef ekki hefði verið fyrir vaxandi útflutningsverðmæti þessarar nýju gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar væri búinn að vera talsverður halli á viðskiptum við útlönd síðustu ár. Það er því ekki að ástæðulausu að sumir eru farnir að óttast þau neikvæðu efnahagslegu áhrif sem mögulegur samdráttur í ferðaþjónustu kann að hafa, einkum á fasteignamarkaðinn með tilheyrandi verðlækkunum, í ljósi mikilvægis hennar fyrir þjóðarbúið. Er því ástæða til að örvænta? Tæplega. Það er ekkert kerfishrun í vændum. Ólíkt árunum í aðdraganda falls fjármálakerfisins 2008 eru stoðir hagkerfisins í dag mun traustari. Ísland er með jákvæða eignastöðu við útlönd, gjaldeyrisforði Seðlabankans nemur um 700 milljörðum og fjárhagsstaða heimila og fyrirtækja hefur sjaldan verið betri. Þótt bankarnir yrðu fyrir miklum útlánatöpum við alvarlegt bakslag í ferðaþjónustu þá er eigið fé þeirra nægjanlegt til að standa af sér meiriháttar efnahagsáfall. Þá er rétt að hafa það í huga að ferðaþjónustan er ung atvinnugrein, með of mikið af litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem eru rekin af reynslulitlum stjórnendum sem hafa aðeins upplifað góðæristíma. Greinin mun á næstu árum aðlaga sig breyttum aðstæðum – og þó fyrr hefði verið. Gengisstyrking krónunnar, sem hefur unnið sitt verk við að koma í veg fyrir meira ójafnvægi í þjóðarbúskapnum en ella, þýðir að ferðaþjónustan hefur engan annan valkost en að leita leiða til hagræðingar, einkum með sameiningum fyrirtækja í miklu stærri einingar. Sú þróun er þegar hafin. Staðan í þjóðarbúskapnum er samt um margt brothætt um þessar mundir. Ísland er líklega orðið dýrasta land í heimi. Þar spilar ekki síst inn í sú staðreynd að launakostnaður fyrirtækja, mældur í erlendri mynt, hefur hækkað margfalt meira en í öðrum OECD-ríkjum frá 2010. Afleiðingin er sú að samkeppnisstaða útflutningsgreina, meðal annars ferðaþjónustunnar, hefur rýrnað stórkostlega. Niðurstaða komandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði mun ráða miklu um hvort framhald verði á þessari ískyggilegu þróun. Þar vilja áhrifaöfl í verkalýðshreyfingunni, stýrt af byltingarfólki með takmarkað umboð á bak við sig, efna til átaka við allt og alla og tefla á tæpasta vað. Nái þau sínu fram þarf ekki að spyrja að leikslokum.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun