Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV, hefur verið dæmdur í eins leiks bann eftir umtalað brot á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni en Aganefnd HSí hefur greint frá þessu.
Brotið átti sér stað í fyrri hálfleiknum í þriðja leik ÍBV og FH í úrslitum Íslandsmótsins en Gísli Þorgeir skutlaði sér á eftir boltanum sem var rétt um miðjan völlinn og skutlaði Andri sér einnig en lennti á hnakkanum á Gísla sem gerði það að verkum að Gísli skall með höfuðið í gólfið.
Mikið hefur verið rætt um málin eftir leikinn og vildu flestir FH-ingar að Andri yrði dæmdur í bann á meðan Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, taldi brotið hafa verið óviljaverk.
Bannið tekur gildi strax í dag og því verður Andri Heimir ekki með ÍBV gegn FH í fjórða leik liðanna þar sem ÍBV getur tryggt sér titilinn.
Andri Heimir dæmdur í eins leiks bann

Tengdar fréttir

Andri Heimir: Ætlaði ekki að meiða Gísla
Öll umræðan eftir leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur snúist um brot Andra Heimis Friðrikssonar á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

FH ætlar ekki að aðhafast frekar í máli Gísla og Andra Heimis
Stjórn handknattleiksdeildar FH ætlar ekki að beita sér frekar eftir brot Andri Heimis Friðrikssonar á FH-ingnum Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Sjáðu brotið sem FH-ingar kalla grófa líkamsárás
FH-ingurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson fékk þungt höfuðhögg og meiddist illa á öxl er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson braut illa á honum í leik liðanna í gær.

HSÍ vísar broti Andra Heimis á Gísla til aganefndar
Aganefnd kemur saman í fyrramálið og gæti úrskurðað Eyjamanninn í bann.