Breyttir tímar Haukur Örn Birgisson skrifar 1. maí 2018 07:00 Ég er bæði íhaldssamur og þrjóskur. Þegar ég hef fundið eitthvað sem mér líkar vel við, þá held ég um það heljartaki fram á síðustu stundu. Ég legg í sama bílastæðið, sit við sama enda fundarborðsins, panta mér sömu réttina af matseðlunum og þannig mætti lengi telja. Það má því segja að mér sé illa við breytingar. Ég hef ásamt öðrum rekið fyrirtæki í sama húsnæðinu undanfarin tíu ár. Í dag rennur leigusamningurinn út. Með ævikvöld leigusamningsins í huga hef ég haft augun opin fyrir skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað undir reksturinn. Ég hef haft augastað á einu tilteknu leigurými undanfarnar vikur og í huga mínum hafði ég tekið ákvörðun um að flytja þangað. Þegar samstarfsfólk mitt skaut að mér öðrum hugmyndum hummaði ég þær fram af mér – ég var búinn að finna eitthvað sem mér líkaði vel við. Á allra síðustu metrum leigutímans togaði nánast einn samstarfsmaður minn mig með sér að skoða nýtt húsnæði sem hann hafði séð auglýst. Ég féllst á að fara með honum, gera honum til geðs. Þetta yrði í mesta lagi klukkustund úr mínu lífi, sem ég fengi ekki aftur. Þegar á staðinn var komið féll ég fyrir húsnæðinu og í dag flytjum við skrifstofuna okkar þangað. Ég er mjög spenntur fyrir flutningunum og þeim nýju tímum sem breytingunum fylgja. Kannski eru breytingar ágætar eftir allt saman? Það hlýtur að minnsta kosti að vera betra að setja markið hátt og hitta ekki alltaf, heldur en að miða lágt og hitta. Ég er ánægður með breytingarnar en ég er fyrst og fremst ánægður með félaga minn, sem gafst ekki upp fyrir þrjóskunni í mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er bæði íhaldssamur og þrjóskur. Þegar ég hef fundið eitthvað sem mér líkar vel við, þá held ég um það heljartaki fram á síðustu stundu. Ég legg í sama bílastæðið, sit við sama enda fundarborðsins, panta mér sömu réttina af matseðlunum og þannig mætti lengi telja. Það má því segja að mér sé illa við breytingar. Ég hef ásamt öðrum rekið fyrirtæki í sama húsnæðinu undanfarin tíu ár. Í dag rennur leigusamningurinn út. Með ævikvöld leigusamningsins í huga hef ég haft augun opin fyrir skrifstofuhúsnæði sem gæti hentað undir reksturinn. Ég hef haft augastað á einu tilteknu leigurými undanfarnar vikur og í huga mínum hafði ég tekið ákvörðun um að flytja þangað. Þegar samstarfsfólk mitt skaut að mér öðrum hugmyndum hummaði ég þær fram af mér – ég var búinn að finna eitthvað sem mér líkaði vel við. Á allra síðustu metrum leigutímans togaði nánast einn samstarfsmaður minn mig með sér að skoða nýtt húsnæði sem hann hafði séð auglýst. Ég féllst á að fara með honum, gera honum til geðs. Þetta yrði í mesta lagi klukkustund úr mínu lífi, sem ég fengi ekki aftur. Þegar á staðinn var komið féll ég fyrir húsnæðinu og í dag flytjum við skrifstofuna okkar þangað. Ég er mjög spenntur fyrir flutningunum og þeim nýju tímum sem breytingunum fylgja. Kannski eru breytingar ágætar eftir allt saman? Það hlýtur að minnsta kosti að vera betra að setja markið hátt og hitta ekki alltaf, heldur en að miða lágt og hitta. Ég er ánægður með breytingarnar en ég er fyrst og fremst ánægður með félaga minn, sem gafst ekki upp fyrir þrjóskunni í mér.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar