KR valtaði yfir Aftureldingu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2018 16:00 KR-ingar fagna. vísir/andri marinó KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk. Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
KR er komið örugglega áfram í Mjólkurbikar karla eftir stórsigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ í dag. KA tryggði sér sigur á Haukum og Þór sigraði HK á Akureyri. Mosfellingar fengu óskabyrjun þegar Andri Freyr Jónasson skoraði strax á fyrstu mínútu eftir fyrirgjöf nafna síns Andra Más Hermannssonar. Gestirnir úr Vesturbænum voru þó ekki lengi að komast inn í leikinn og tvö mörk á þriggja mínútna kafla um miðjan fyrri hálfleik breyttu stöðunni þeim í vil. Aron Bjarki Jósepsson kom KR í 3-1 á 43. mínútu og þannig var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Í seinni hálfleiknum gekk lítið hjá Aftureldingu og Pablo Punyed og André Bjerregaard komu gestunum í 1-5 þegar klukkutími var liðinn af leiknum og úrslitin orðin ráðin. Bjerregaard bætti við öðru marki sínu á 84. mínútu og Björgvin Stefánsson skoraði sjöunda mark KR á næst síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 1-7 og KR komið í 16-liða úrslitin. Í Boganum á Akureyri komu heimamenn í Þór sér í þægilega stöðu með tveimur mörkum frá Guðna Sigþórssyni og Ármanni Pétri Ævarssyni í fyrri hálfleik. Alvaro Montejo, sem átti frábæran leik í liði Þórs, skoraði svo beint úr aukaspyrnu í upphafi seinni hálfleiks. Leikmenn Þórs voru ekki í miklum vandræðum í varnarleiknum og leit allt út fyrir nokkuð öruggan sigur Þórs í þessum slag Inkasso liðanna en loka mínúturnar urðu heldur betur spennandi. Arian Ari Morina skoraði fyrir HK á 85. mínútu með föstu skoti og Bjarni Gunnarsson skoraði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Bjarni var svo næstum sloppinn einn á móti markmanni og hefði getað jafnað leikinn en Þór náði að hreinsa frá og komast í skyndisókn. Þar braut Arnar Freyr Ólafsson á Alvaro og fékk beint rautt spjald áður en Sigurður Hjörtur Þrastarson flautaði leikinn af. KA sigraði Hauka á Ásvöllum með tveimur mörkum gegn einu. Gestirnir frá Akureyri voru sterkari í fyrri hálfleik og skoraði Elfar Árni Aðalsteinsson eftir 21. mínútu með skalla. Heimamenn í Haukum komu hins vegar ferskari út úr hálfleiknum og Daði Snær Ingason skoraði jöfnunarmarkið á 72. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Arnars Aðalgeirssonar. Aleksandar Trninic tryggði hins vegar KA sigurinn á 81. mínútu með marki úr hornspyrnu. Fleiri urðu mörkin ekki í leiknum og 2-1 sigur KA niðurstaðan. Framlengja þurfti leik Kára og Hattar, sem bæði spila í 2. deild, því markalaust var eftir 90. mínútur. Það dró hins vegar til tíðinda í framlengingunni því Jón Vilhelm Ákason skoraði eftir aðiens tvær mínútur og kom Kára yfir. Stuttu seinna jafnaði Sæbjörn Guðlaugsson fyrir Hött áður en flóðgáttirnar opnuðust og Káramenn settu þrjú mörk á fjórum mínútum. Ragnar Már Lárusson kom Kára aftur yfir á 101. mínútu. Jón Vilhelm bætti við öðru marki sínu á 102. mínútu og Ragnar skoraði fjórða mark Kára á 104. mínútu. Staðan orðin 4-1 þegar flautað var til hálfleiks í framlengingunni. Halldór Bjarki Guðmundsson klóraði í bakkann fyrir Hött með marki á 111. mínútu en það dugaði ekki til og Alexander Már Þorláksson kláraði leikinn fyrir Kára með fimmta markinu á loka mínútu framlengingarinnar. Upplýsingar um úrslit og markaskorara voru fengnar frá Fótbolta.net og Úrslit.net.Fréttin hefur verið uppfærð eftir að framlengingu Kára og Hattar lauk.
Íslenski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira