Samkeppnismál í ójafnvægi Ásta S. Fjeldsted skrifar 3. maí 2018 07:00 Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Lögmannafélag Íslands gáfu á dögunum út leiðbeiningar í samkeppnisrétti undir heitinu „Hollráð um heilbrigða samkeppni“. Voru leiðbeiningarnar unnar með helstu sérfræðingum á sviði samkeppnisréttar og ritaði forstjóri Samkeppniseftirlitsins meðal annarra formála ritsins og hrósaði útgefendum fyrir frumkvæðið að slíkum leiðbeiningum. Markmiðið með útgáfu leiðbeininganna er að auðvelda starfsmönnum og stjórnendum fyrirtækja að glöggva sig á þeim reglum sem gilda um fyrirtæki og varða samkeppni. Þar sem ákvæði samkeppnislaga eru matskennd er oft erfitt að segja skýrt til um það hvort tiltekin háttsemi brýtur gegn samkeppnislögum. Af þeim sökum, meðal annarra, er umhugsunarvert að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið út leiðbeiningar sem þessar til atvinnulífsins áður.Vantraust og stirð samkeppni Ljóst er að seint verða allir á eitt sáttir um ákvarðanir og úrskurði Samkeppniseftirlitsins. En það er áhyggjuefni hvernig samskiptum milli eftirlitsins og viðskiptalífsins er háttað. Margir stjórnendur veigra sér við því að eiga samtal við eftirlitið vegna hræðslu við að koma sér í óþökk eða vera sérstaklega teknir fyrir. Mál sem Samkeppniseftirlitið tekur fyrir geta dregið á eftir sér margra ára rannsókn þar sem gagnaöflun og vinna henni tengd getur kostað fyrirtæki háar fjárhæðir, svo ekki sé minnst á álag á starfsfólk og eigendur. Auðvitað eiga rannsóknir rétt á sér þegar fyrir liggur skýr og rökstuddur grunur um brot á lögum en í sumum málum virðist sem tilgangurinn sé annar en að efla heilbrigða samkeppni og að óeðlileg tortryggni ríki gagnvart íslenskum fyrirtækjum og eigendum þeirra. Myndu Hagar og Olís eða N1 og Festi fá að sameinast í Bretlandi? Ein áskorun íslensks viðskiptaumhverfis er skilgreining Samkeppniseftirlitsins á mörkuðum hér á landi. Sú túlkun sem nýtt er í dag er löngu orðin úrelt þar sem landamæri markaða eru nánast horfin vegna tæknibreytinga og erlendra keppinauta sem bjóða ekki aðeins upp á þjónustu og vörur í gegnum netið heldur einnig í stórverslunum hér á landi. Um þetta má lesa nánar í skoðun Viðskiptaráðs: „Samkeppni í breyttri heimsmynd“. Nýjustu fréttir frá Bretlandi um samruna matvöruverslananna Asda og Sainsbury‘s vekja athygli í þessu samhengi. Þar myndast félag sem verður stærst á sínum markaði með þriðjungs markaðshlutdeild. Ein af ástæðunum fyrir sameiningunni er sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum risafyrirtækjum á borð við Amazon sem eru að umturna verslun og viðskiptum um heim allan. Einnig eru þýskar lágvöruverðsverslanir á borð við Aldi og Lidl að sækja fram með miklum krafti. Hvað gerir Samkeppniseftirlitið þegar þessar verslanir ákveða að stíga fæti á íslenskan markað? Það gæti gerst fyrr en varir. Víðsýnna Samkeppniseftirlit Samkeppniseftirlitið þarf að horfa opnari augum á viðskiptalífið og átta sig á þeim raunveruleika sem þar blasir við. Aukin samkeppni er af hinu góða og ýtir t.a.m. á eftir hagræðingu í rekstri, en ef samkeppnislagatúlkun stendur fyrirtækjum í landinu fyrir þrifum við að aðlaga sig að breyttum aðstæðum munum við horfa á enn meiri umsvif erlendra stórverslana í innkaupum Íslendinga og það hratt. Á þessum breyttu tímum þarf Samkeppniseftirlitið að endurskilgreina markaði í breyttum heimi - annars vinnur það gegn tilgangi sínum og skerðir samkeppnishæfni Íslands sem heild.Höfundur er framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun