
Brostin undirstaða
Sameiginlegt með þessum tækninýjungum er að þær höfða ekki síst til barna og unglinga, allt niður í börn á máltökuskeiði, og gætu því haft mikil áhrif á stöðu og framtíð tungunnar. Við vitum samt mjög lítið um hver þau áhrif gætu verið, og hvort og þá hversu mikið þeirra er þegar farið að gæta. Skoðanir um stöðu íslenskunnar eru mjög skiptar – sumir telja að hún hafi aldrei staðið sterkar en nú, en öðrum þykir full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu hennar og framtíð. Allir ættu þó að geta verið sammála um að það sé mjög mikilvægt að fylgjast með þróuninni. Vandaðar og viðamiklar rannsóknir á íslensku nútímamáli og stöðu þess hafa aldrei verið brýnni en nú, svo að unnt verði að meta hvort þörf sé á að grípa til einhverra aðgerða – og slíkar aðgerðir, ef til kæmi, verða að byggjast á traustum fræðilegum grunni.
Það hlýtur einkum að vera á verksviði og ábyrgð námsbrautar í íslensku við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands að sinna slíkum rannsóknum og leggja til hinn fræðilega grunn. En forsenda fyrir því að námsbrautin geti það er að hún hafi mannafla til þess, og því fer fjarri um þessar mundir. Í ársbyrjun 2016 voru sjö málfræðikennarar í fullu starfi við námsbrautina. Um mitt þetta ár munu þrír þeirra verða farnir á eftirlaun en aðeins einn hefur komið í staðinn, og þó aðeins að hálfu leyti því að helmingur starfs hans er í máltækni sem ekki er síður mikilvægt að sinna. Kennurum í íslenskri málfræði við námsbrautina hefur þannig fækkað um meira en þriðjung.
Í raun er þó staðan enn verri en þessar tölur benda til. Af þeim sjö málfræðingum sem voru í starfi fyrir rúmum tveimur árum fengust tveir einkum við sögulega málfræði en fimm við íslenskt nútímamál, þótt vissulega væri sú skipting ekki alveg hrein. Þeir þrír sem hafa hætt eru allir úr síðarnefnda hópnum, og þar hefur aðeins hálft starf komið í staðinn. Kennurum námsbrautarinnar sem sinna einkum íslensku nútímamáli fækkar þannig um helming á aðeins tveimur og hálfu ári – úr fimm í tvo og hálfan. Á sama tíma og ytri aðstæður gera það brýnna en nokkru sinni að fylgjast grannt með stöðu íslenskunnar fækkar um helming í hópnum sem þar þarf að vera í fararbroddi.
Það er oft vitnað í orð Einars Benediktssonar um að vilji sé allt sem þarf, og ég efast ekkert um einlægan vilja stjórnvalda til þess að halda í íslenskuna og efla notkun hennar á öllum sviðum þjóðlífsins. En því miður hafði Einar rangt fyrir sér – viljinn dugir skammt, ef honum er ekki fylgt eftir með athöfnum. Það þolir ekki bið að efla íslenska málfræði við Háskóla Íslands.
Höfundur er prófessor (bráðum emeritus) í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands
Skoðun

Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum
Inga Sæland skrifar

Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims
Snorri Másson skrifar

Ég kýs Magnús Karl sem rektor
Bylgja Hilmarsdóttir skrifar

Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda?
Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar

Lífið gefur engan afslátt
Davíð Bergmann skrifar

Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ
Árni Guðmundsson skrifar

Vitskert veröld
Einar Helgason skrifar

Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur
Arnar Sigurðsson skrifar

Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands
Eva Jörgensen skrifar

Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja
Friðrik Árnason skrifar

Nýjar ráðleggingar um mataræði
María Heimisdóttir skrifar

Börn með fjölþættan vanda
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands
Clive Stacey skrifar

Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði?
Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar

Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti
Najlaa Attaallah skrifar

Heilinn okkar og klukka lífsins
Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar

Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum
Arna Magnea Danks skrifar

Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands
Herdís Sveinsdóttir skrifar

Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ!
Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar

Hafðu áhrif til hádegis
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu
Ástríður Stefánsdóttir skrifar

Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn
Haraldur Ólafsson skrifar

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Þegar fíllinn byltir sér....
Gunnar Pálsson skrifar

Leyfi til að syrgja
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð
Björn Ólafsson skrifar

VR-members, exercise your right to vote!
Christopher Eva skrifar

Stöðvum það sem gott er
Íris E. Gísladóttir skrifar