Garðar Örn: Var orðinn þreyttur á að ljúga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. maí 2018 19:30 Garðar Örn ætlar að láta til sín taka í tónlistarheiminum næstu misseri. Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“ Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Garðar Örn Hinriksson, sem er einn besti knattspyrnudómari Íslandssögunnar, greindi frá því á dögunum að hann væri að glíma við Parkinson-sjúkdóminn. Hann reynir að takast á við sjúkdóminn með jákvæðnina og tónlistina að vopni. Garðar lagði flautuna á hilluna um mitt sumar árið 2016 eftir glæstan feril og skömmu síðar fann hann fyrir fyrstu einkennum sjúkdómsins. Síðan þá hefur líf hans eðlilega breyst mikið. Með yngri mönnum til að fá sjúkdóminn „Þetta byrjaði með örfínum skjálfta og ég spáði ekkert í því til að byrja með. Þegar þetta hætti ekki þá fór mig að gruna ýmislegt. Í framhaldinu fór ég til heimilislæknis sem vísaði mér til taugalæknis sem staðfesti svo nokkrum mánuðum síðar að ég væri með Parkinson,“ segir Garðar en hann fær sjúkdóma óvenju ungur. „Ég telst með yngri mönnum til að fá þetta því venjulega eru menn í kringum sextugt að fá þetta. Michael J. Fox var 29 ára þannig að ég er heppinn innan gæsalappa að fá þetta 45 ára.“ Garðar hefur ekki viljað tjá neinum nema sínum nánustu frá sjúkdómnum í tvö ár og það er góð ástæða fyrir því að hann ákveður að stíga fram núna. Nú fær fólk það bara beint í feisið „Ég var orðinn þreyttur á að ljúga að fólki. Ljúga að ég væri meiddur með einhver íþróttameiðsli eða bara drepast í bakinu. Það var kominn tími á að koma út og þetta er svakalegur léttir. Nú þarf ég ekki að ljúga að fólki lengur. Nú fær fólk það bara beint í feisið. Ef það spyr af hverju ég haltri svona þá svara ég bara að ég sé með Parkinson.“ Garðar notaði sérstaka aðferð til þess að greina frá veikindum sínum. Hann gerði það með lagi þar sem hann syngur um líf sitt í dag enda heitir lagið einfaldlega This is my life. Lagið kom til mín í draumi „Þetta er lagið sem ég vildi óska að ég hefði aldrei samið. Þetta er náttúrulega drullugott lag og ég er mjög ánægður með útkomuna. Þetta lag kom til mín í draumi að hluta til og ég útfærði það svo síðar. Ég ákvað að þegar ég myndi koma út úr skápnum þá kæmi ég út úr skápnum með þessu lagi sem fjallar um mín veikindi. Mér fannst það alveg tilvalið,“ segir Garðar en sjúkdómurinn getur skaðað raddbönd Garðars sem hefur verið söngvari um árabil. Hann ætlar því að nýta tímann vel núna. „Einn af fylgikvillum Parkinson er að missa raddstyrkinn sem er algjört eitur fyrir mig. Skítt með helvítis skjálftann. Mér er sama um hann en mér þykir svolítið vænt um röddina. Ég get alveg verið shaky stevens í smá stund en ég vil halda röddinni. Vonandi verður eitthvað framhald á þessu og það væri gaman að komast 2-3 upp á svið áður en maður er alveg búinn.“
Íslenski boltinn Mest lesið Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira