Gamla leiðin Hörður Ægisson skrifar 4. maí 2018 10:00 Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Kjaramál Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Sjá meira
Formaður VR boðar átök. Verði ekki komið til móts við kröfur um viðamiklar kerfisbreytingar í þágu launafólks, hvað svo sem það þýðir, í komandi kjarasamningum kemur til skæruaðgerða á vinnumarkaði. Smærri hópar verða sendir í verkföll í þeim tilgangi að loka þurfi meðal annars stofnunum, hætta uppskipun og þannig lama mikilvæga starfsemi í samfélaginu. Er meirihluti félagsmanna VR, samtaka sem telja um 30 þúsund manns í hinum ólíkustu stéttum, líklegur til að taka undir með herskáum málflutningi formannsins? Um það má stórlega efast. Flest skynsamt fólk, með sæmilega jarðtengingu, gerir sér grein fyrir því að leiðin til að bæta kjör almennings verður ekki farin með því að efna til átaka við stjórnvöld og atvinnurekendur – byggt á óraunhæfum kröfum sem engin samstaða er um og öllum má vera ljóst að verða aldrei samþykktar. Það er staðreynd að kaupmáttur íslensks launafólks hefur aldrei verið meiri. Tugprósenta launahækkanir á síðustu árum hafa skilað sér í raunverulegum kjarabótum sem allir hópar hafa notið góðs af. Ólíkt því sem stundum er haldið fram fer því fjarri að ójöfnuður launa sé sjálfstætt vandamál enda er tekjudreifing óvíða jafnari en hér á landi. Um þetta er óþarfi að deila. Laun á Íslandi eru orðin þau næsthæstu á meðal OECD-ríkja og mælt í erlendri mynt hefur kaupmátturinn tvöfaldast frá 2010. Þótt þessar hagtölur sýni að þorri almennings hefur ekki farið varhluta af hinum mikla uppgangi þá skal ekki gert lítið úr því að sumir telja sig hafa setið eftir. Við þeirri stöðu verður ekki brugðist með glórulausum launahækkunum í komandi kjarasamningum, sem engin innstæða er fyrir og myndu hleypa af stað verðbólgunni, heldur einkum markvissum aðgerðum til að leysa framboðsvandann á fasteigna- og leigumarkaði. Það mun hins vegar taka tíma. Hin hliðin á launaþróun síðustu ára birtist í versnandi samkeppnisskilyrðum helstu útflutningsgreina landsins, þeim hinum sömu og standa undir verðmætasköpun í hagkerfinu. Það eru nefnilega blikur á lofti. Hagvöxtur er tekinn að minnka hraðar en reikna hefði mátt með samhliða því að mjög hefur dregið úr fjölgun ferðamanna til landsins. Rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar, þeirrar atvinnugreinar sem skapar orðið nærri 600 milljarða á ári í gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið, hefur versnað til muna og fram undan er tími hagræðingar og samþjöppunar. Flest útflutningsfyrirtæki eru í þröngri stöðu eftir linnulausa gengisstyrkingu og miklar nafnlaunahækkanir. Lengra verður ekki haldið á sömu braut. Formaður ASÍ benti á hið augljósa í vikunni. Með þjóðarsáttinni 1990 urðu kaflaskil í kjarabaráttunni. Í stað þess að knýja á um tugprósenta launahækkanir á ári, líkt og einkenndi áratugina þar á undan og leiddi aðeins til gengisfellinga og óðaverðbólgu, fór verkalýðshreyfingin að leggja áherslu á hægfara umbætur með það að markmiði að tryggja launafólki réttmæta hlutdeild í verðmætasköpuninni, eftir því sem aðstæður leyfðu í hagkerfinu hverju sinni. Sú leið hefur reynst vel. Verðbólga hefur almennt haldist lág og lífskjör batnað meira en áður hefur þekkst. Byltingarsinnar, sem eru á góðri leið með að yfirtaka verkalýðshreyfinguna, vilja núna hverfa aftur til gamla tímans. Allir vita hvaða afleiðingar það mun hafa. Þeir mega ekki komast upp með það.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar