Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum og þar segir að Jóhannes Þór hafi verið valinn úr hópi 41 umsækjanda um starfið.
Jóhannes Þór er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með kennsluréttindi frá sama skóla.
Undanfarið hefur Jóhannes Þór starfað sem aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þá var hann einnig aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs þegar hann gegndi embætti forsætisráðherra.
Þá hefur Jóhannes Þór starfað sem grunnskólakennari og almannatengslaráðgjafi ásamt því að hafa verið talsmaður InDefence hópsins.
Jóhannes Þór hefur störf hjá SAF 10. júní næstkomandi. Hann tekur við af Helgu Árnadóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 2013.
Jóhannes Þór nýr framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
![Jóhannes Þór Skúlason.](https://www.visir.is/i/8DB64ECDF296F6EDE5605E3B68EC07BF9CCEAC5AF67B2C69081C3D75C10FD622_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/AE38B4566182CD69888211010CE95F1F8527A5FF1BED0AA0C41449D7456B253F_240x160.jpg)
Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru”
Viðskipti innlent
![](/i/8588ADAFAD9672BB920B596CA9F3E6D8E1B41F0A0AB6C3A2E9A7496EBEB28DA0_240x160.jpg)
![](/i/43287F85869F01B0D8687DE8AA4E184705246D180A66A382462C989C999C390E_240x160.jpg)
Tappareglurnar innsiglaðar með lögum
Neytendur
![](/i/5148A3EDE25DA915B01C990A6A3EC848DEA70105B5BDEED9BA921B79B7F95EEF_240x160.jpg)
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“
Viðskipti innlent
![](/i/7922890566E5225082BD510D9796C605FEEF0F3CB5A638D591CE04E04DAE7792_240x160.jpg)
Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar
Viðskipti innlent
![](/i/AD6D0BE2EC16DE60769548384F7F39B4B0B02380E0AFB4D57FA847510638CDC2_240x160.jpg)
Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið
Viðskipti innlent
![](/i/E792158B267CD40ED92321F00B280EBF32877F3D6454C69B861EA0F06703FCAA_240x160.jpg)
Áttar sig ekki á bjartsýni Arion
Viðskipti innlent
![](/i/220277B4696AA3935AF005ACAC7B832301D72648E1F24BC3A8915C79A718D4DB_240x160.jpg)
![](/i/96CCC8563B859B4A9E2534ACCD4E334BC97C61C71BE13F38C6B905F29ED042C9_240x160.jpg)
Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið
Viðskipti innlent
![](/i/170EAF4E3DC390B0318061B81D46E5F813E0E438B23AA2DADA70AD8CD65B414C_240x160.jpg)
Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka
Viðskipti innlent