Með húfu og vettlinga í ræktinni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. maí 2018 20:00 Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita.Af hverju ertu í öllum þessum fötum á hlaupabrettinu? „Ég er að æfa fyrir heitt hlaup sem ég er fara í og þetta er fín leið til þess," segir hlauparinn Guðni Páll Pálsson.Í hverju ertu þá? „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga." Heita hlaupið er heimsmeistaramót í utanvegahlaupum. Leiðin er 85 kílómetrar með fimm þúsund metra hæðaraukninginu í fjalli við borgina Castéllon á Spáni. Hópurinn sem telur átta Íslendinga heldur út á þriðjudag og keppnin er laugardaginn 12. maí. Þau vonast til að geta skoðað aðstæður við komuna. „Við vitum ekkert hvernig leiðin er; Hversu erfið hún er. Hún verður erfið en hversu tæknileg og hversu erfið kemur í ljós," segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er einnig er á leið til Spánar.Hér er leiðin teiknuð upp með hækkunum.Elísabet og Guðni hafa bæði hafa reynslu af fjallahlaupum og segist Guðni áður hafa lent í vandræðum með hitann. Þess vegna leggi hann áherslu á þessar æfingar. „Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," segir Guðni léttur. Markmið þeirra eru að vera um tíu til ellefu tíma á leiðinni. Vegalengdin hræðir þau ekki. „Ég fór í mitt fyrsta 100 kílómetra hlaup árið 2011 þannig þessi vegalengd núna, 85 kílómetrar, finnst mér mjög skemmtileg," segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með hópnum frá Íslandi á Facebook-síðu þeirra og hér má nálgast upplýsingar um hlaupið. Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Átta Íslendingar taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem verður á Spáni í næstu viku. Þeir æfa nú af kappi og sumir kappklæddir til þess að venjast hreyfingu í miklum hita.Af hverju ertu í öllum þessum fötum á hlaupabrettinu? „Ég er að æfa fyrir heitt hlaup sem ég er fara í og þetta er fín leið til þess," segir hlauparinn Guðni Páll Pálsson.Í hverju ertu þá? „Ég er í ullarbol undir, í vatnheldum buxum og vatnsheldum jakka og með húfu og vettlinga." Heita hlaupið er heimsmeistaramót í utanvegahlaupum. Leiðin er 85 kílómetrar með fimm þúsund metra hæðaraukninginu í fjalli við borgina Castéllon á Spáni. Hópurinn sem telur átta Íslendinga heldur út á þriðjudag og keppnin er laugardaginn 12. maí. Þau vonast til að geta skoðað aðstæður við komuna. „Við vitum ekkert hvernig leiðin er; Hversu erfið hún er. Hún verður erfið en hversu tæknileg og hversu erfið kemur í ljós," segir Elísabet Margeirsdóttir, sem er einnig er á leið til Spánar.Hér er leiðin teiknuð upp með hækkunum.Elísabet og Guðni hafa bæði hafa reynslu af fjallahlaupum og segist Guðni áður hafa lent í vandræðum með hitann. Þess vegna leggi hann áherslu á þessar æfingar. „Maður hefur oft lent í miklum hita. Lent í kannski 30 stiga hita sem maður er ekki vanur. Þannig að í ár ákvað ég að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að kvarta bara yfir því," segir Guðni léttur. Markmið þeirra eru að vera um tíu til ellefu tíma á leiðinni. Vegalengdin hræðir þau ekki. „Ég fór í mitt fyrsta 100 kílómetra hlaup árið 2011 þannig þessi vegalengd núna, 85 kílómetrar, finnst mér mjög skemmtileg," segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með hópnum frá Íslandi á Facebook-síðu þeirra og hér má nálgast upplýsingar um hlaupið.
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira