Sannfærður um að Trump segi af sér Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2018 07:47 Michael Avenatti ásamt skjólstæðingi sínum, Stormy Daniels. Vísir/ap Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. „Hann mun að lokum verða neyddur til að segja af sér,“ segir Michael Avenatti í samtali við Guardian. Avenatti ver hagsmuni Daniels en hún segist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, greiddi Daniels síðan 130 þúsund dali til að þegja um málið. „Ég veit ekki hvernig hann mun spila brotthvarfið, en ég trúi því innilega að það muni koma fram of mörg sönnunargögn um syndir hans, sem og þeirra í kringum hann, og það verði til þess að hann muni ekki þrauka allt kjörtímabilið,“ segir Avenatti. Hann telur þó ekki að bandaríska þingið muni víkja Trump úr embætti. Annars konar þrýstingur muni leiða til þess að hann hrökklist úr embætti fyrir árið 2021, þegar kjörtímabilinu lýkur. Cohen, lögmaður forsetans, sætir nú rannsókn vegna fyrrnefndrar greiðslu til Daniels. Greiðslan átti sér stað skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og telja gagnrýnendur að þögn Daniels kunni að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Það teljist til óeðlilegrar íhlutunar og er ólöglegt.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Daniels hefur jafnframt kært Cohen og Trump fyrir meiðyrði. Þá er hún jafnframt að reyna að komast undan fyrrnefndu þagnarsamkomulagi á þeim forsendum að Trump skrifaði sjálfur aldrei undir það. „Við erum rétt aðeins búinn að snerta toppinn á ísjakanum í þessu máli,“ segir Avenatti. „Ég er handviss um það. Það mun koma fram heill haugur af sönnunargögnum og þegar þau hafa verið lögð fyrir bandarísku þjóðina mun hún fyllast ógeði vegna gjörða Trump og Cohen. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar.“Trump hefur ætíð neitað að hafa haft samræði við Daniels. Um borð í forsetaflugvélinni í apríl síðastliðnum neitaði hann einnig að hafa vitað af greiðslunni til leikkonunnar. Það fór hins vegar allt til fjandans á miðvikudaginn síðastliðinn þegar Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, sagði að Trump hafi ekki aðeins vitað af greiðslunni heldur jafnframt endurgreitt Cohen kostnaðinn.Á tveimur sólarhringum fór forsetann frá því að taka undir með Giuliani en skipti svo um skoðun og sagði lögmanni sínum að kynna sér gögn málsins betur. Á sama tíma hafa ráðgjafar forsetans haldið því statt og stöðugt fram að Daniels og Trump hafi aldrei sofið saman. Avenatti setur spurningarmerki við ákvörðun Trump um að fá Giuliani með sér í lið. „Rudy var einu sinni frábær lögmaður en hann er kominn af léttasta skeiði - eins og yfirlýsingar hans fyrir helgi bera með sér. Hann hlýtur að vera ringlaður.“Viðtal Guardian við Avenatti má nálgast í heild sinni hér. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt. „Hann mun að lokum verða neyddur til að segja af sér,“ segir Michael Avenatti í samtali við Guardian. Avenatti ver hagsmuni Daniels en hún segist hafa sængað hjá Trump árið 2006. Lögmaður forsetans, Michael Cohen, greiddi Daniels síðan 130 þúsund dali til að þegja um málið. „Ég veit ekki hvernig hann mun spila brotthvarfið, en ég trúi því innilega að það muni koma fram of mörg sönnunargögn um syndir hans, sem og þeirra í kringum hann, og það verði til þess að hann muni ekki þrauka allt kjörtímabilið,“ segir Avenatti. Hann telur þó ekki að bandaríska þingið muni víkja Trump úr embætti. Annars konar þrýstingur muni leiða til þess að hann hrökklist úr embætti fyrir árið 2021, þegar kjörtímabilinu lýkur. Cohen, lögmaður forsetans, sætir nú rannsókn vegna fyrrnefndrar greiðslu til Daniels. Greiðslan átti sér stað skömmu fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og telja gagnrýnendur að þögn Daniels kunni að hafa haft áhrif á kosningabaráttuna. Það teljist til óeðlilegrar íhlutunar og er ólöglegt.Rudy Giuliani: #Trump repaid Cohen for Stormy Daniels payment https://t.co/C8jTlglAFv pic.twitter.com/1lsjXJSm52— Fox News (@FoxNews) May 3, 2018 Daniels hefur jafnframt kært Cohen og Trump fyrir meiðyrði. Þá er hún jafnframt að reyna að komast undan fyrrnefndu þagnarsamkomulagi á þeim forsendum að Trump skrifaði sjálfur aldrei undir það. „Við erum rétt aðeins búinn að snerta toppinn á ísjakanum í þessu máli,“ segir Avenatti. „Ég er handviss um það. Það mun koma fram heill haugur af sönnunargögnum og þegar þau hafa verið lögð fyrir bandarísku þjóðina mun hún fyllast ógeði vegna gjörða Trump og Cohen. Það mun hafa alvarlegar afleiðingar.“Trump hefur ætíð neitað að hafa haft samræði við Daniels. Um borð í forsetaflugvélinni í apríl síðastliðnum neitaði hann einnig að hafa vitað af greiðslunni til leikkonunnar. Það fór hins vegar allt til fjandans á miðvikudaginn síðastliðinn þegar Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, sagði að Trump hafi ekki aðeins vitað af greiðslunni heldur jafnframt endurgreitt Cohen kostnaðinn.Á tveimur sólarhringum fór forsetann frá því að taka undir með Giuliani en skipti svo um skoðun og sagði lögmanni sínum að kynna sér gögn málsins betur. Á sama tíma hafa ráðgjafar forsetans haldið því statt og stöðugt fram að Daniels og Trump hafi aldrei sofið saman. Avenatti setur spurningarmerki við ákvörðun Trump um að fá Giuliani með sér í lið. „Rudy var einu sinni frábær lögmaður en hann er kominn af léttasta skeiði - eins og yfirlýsingar hans fyrir helgi bera með sér. Hann hlýtur að vera ringlaður.“Viðtal Guardian við Avenatti má nálgast í heild sinni hér.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55 Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00 Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Erlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Trump endurgreiddi lögmanninum þagnargreiðsluna Rudy Giuliani segir að Donald Trump hafi endurgreitt lögmanni sínum, Michel Cohen, þá 130 þúsund dali sem varið var til að þagga niður í klámmyndaleikkonunni Stormy Daniels. 3. maí 2018 06:55
Erfiðleikar hjá Rudy Giuliani Trump svaraði fyrir ummæli Rudys Giuliani, nýs lögfræðings síns, um Stormy Daniels-málið. Sagði Giuliani frábæran en minnti á að hann væri nýr í starfi. 5. maí 2018 10:00
Útilokar ekki að lögmaður Trump hafi einnig greitt öðrum konum fyrir þögn Rudy Guiliani, einn af lögmönnum Donald Trump, útilokaði ekki að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Bandaríkjaforseta, hafi greitt öðrum konum fyrir þögn vegna athæfis Trump, á sama hátt og Stormy Daniels fékk greiðslu. 6. maí 2018 20:48