Pólitíska ákvörðun þarf til nýs olíuleitarútboðs Kristján Már Unnarsson skrifar 7. maí 2018 21:30 Fulltrúar CNOOC, Eykons og Orkustofnunar á Reyðarfirði haustið 2015 þegar rannsóknarskip á vegum sérleyfishafanna lagði upp í leiðangur á Drekasvæðið. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ekkert leyfi til olíuleitar er lengur í gildi í lögsögu Íslands eftir að Eykon hætti við að kæra afturköllun sérleyfis fyrirtækisins á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir að pólitíska ákvörðun þurfi ef efna eigi til nýs leitarútboðs. Rætt var við Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun árs sem hið kínverska CNOOC og hið norska Petoro skiluðu inn sérleyfi sínu til olíuleitar á Drekasvæðinu. Samstarfsaðili þeirra, íslenska félagið Eykon, vildi halda áfram leitinni en Orkustofnun taldi Eykon hvorki hafa til þess fjárhagslega né tæknilega burði og afturkallaði leyfi félagsins. Eykon lýsti því þá yfir að sú ákvörðun yrði kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en hefur nú fallið frá kærunni. Talsmenn Eykons vilja að sinni ekki tjá sig um málið né um framtíðaráform félagsins. Þrír hópar höfðu um tíma sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæði. Nú er ekkert leyfi í gildi. Sú staða er uppi að enginn er lengur með leyfi til að leita að olíu í lögsögu Íslands en leyfisveitingar eru í höndum Orkustofnunar. En má ætla að olíuleitinni sé þar með lokið? Nei, segir orkumálastjóri. Það verði hins vegar ekki farið í annað útboð án samráðs við stjórnvöld því til þess þurfi fjárveitingar frá Alþingi til að mæta eftirlitshlutverki Orkustofnunar. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. „Þannig að fjárveitingavaldið verður þarna alltaf með,“ segir Guðni. -Þannig að þetta er í raun pólitísk ákvörðun hvort það verði haldið áfram? „Já, að minnsta kosti hvort það verði haldið áfram á ákveðnum tímapunkti. Hins vegar eru auðvitað kolvetnislögin fyrir hendi og það er enginn sem hefur lagt til að þeim verði breytt.“ Guðni segir að þegar erlendu félögin drógu sig út hafi olíuverð búið að vera lágt lengi. Fyrirtæki hafi í framhaldi af því verið að draga sig út úr nýjum og lítt könnuðum svæðum þar sem þau sjái ekki fram á aukna eftirspurn á næstu árum. „Þetta sjáum við í Færeyjum. Þetta sjáum við á Grænlandi. Þetta sjáum við í Alaska og víðar.“ Olíuleitin hófst formlega við athöfn í Ráðherrabústaðnum í ársbyrjun 2013 þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Orkumálastjóri segir leitina til þessa hafa skilað mjög verðmætum gögnum um Drekasvæðið. „Þarna er á engan hátt búið að útiloka að finnist olía. Þessi ákvörðun CNOOC, að draga sig út úr leyfinu, hún byggðist fyrst og fremst á því að þarna myndi ekki á fyrirsjáanlegum tíma verða byrjuð olíuvinnsla og þar með væru ekki þeirra hagsmunir þannig að þeir myndi halda verkinu áfram,“ segir Guðni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Eykon kærir Orkustofnun fyrir sviptingu Drekaleyfis Eykon telur sviptingu olíuleitarleyfis á Drekasvæðinu vera lögbrot og hefur ákveðið að kæra ákvörðun Orkustofnunar. 7. mars 2018 20:15 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Ekkert leyfi til olíuleitar er lengur í gildi í lögsögu Íslands eftir að Eykon hætti við að kæra afturköllun sérleyfis fyrirtækisins á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir að pólitíska ákvörðun þurfi ef efna eigi til nýs leitarútboðs. Rætt var við Guðna A. Jóhannesson orkumálastjóra í fréttum Stöðvar 2. Það var í byrjun árs sem hið kínverska CNOOC og hið norska Petoro skiluðu inn sérleyfi sínu til olíuleitar á Drekasvæðinu. Samstarfsaðili þeirra, íslenska félagið Eykon, vildi halda áfram leitinni en Orkustofnun taldi Eykon hvorki hafa til þess fjárhagslega né tæknilega burði og afturkallaði leyfi félagsins. Eykon lýsti því þá yfir að sú ákvörðun yrði kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála en hefur nú fallið frá kærunni. Talsmenn Eykons vilja að sinni ekki tjá sig um málið né um framtíðaráform félagsins. Þrír hópar höfðu um tíma sérleyfi til olíuleitar á Drekasvæði. Nú er ekkert leyfi í gildi. Sú staða er uppi að enginn er lengur með leyfi til að leita að olíu í lögsögu Íslands en leyfisveitingar eru í höndum Orkustofnunar. En má ætla að olíuleitinni sé þar með lokið? Nei, segir orkumálastjóri. Það verði hins vegar ekki farið í annað útboð án samráðs við stjórnvöld því til þess þurfi fjárveitingar frá Alþingi til að mæta eftirlitshlutverki Orkustofnunar. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri. „Þannig að fjárveitingavaldið verður þarna alltaf með,“ segir Guðni. -Þannig að þetta er í raun pólitísk ákvörðun hvort það verði haldið áfram? „Já, að minnsta kosti hvort það verði haldið áfram á ákveðnum tímapunkti. Hins vegar eru auðvitað kolvetnislögin fyrir hendi og það er enginn sem hefur lagt til að þeim verði breytt.“ Guðni segir að þegar erlendu félögin drógu sig út hafi olíuverð búið að vera lágt lengi. Fyrirtæki hafi í framhaldi af því verið að draga sig út úr nýjum og lítt könnuðum svæðum þar sem þau sjái ekki fram á aukna eftirspurn á næstu árum. „Þetta sjáum við í Færeyjum. Þetta sjáum við á Grænlandi. Þetta sjáum við í Alaska og víðar.“ Olíuleitin hófst formlega við athöfn í Ráðherrabústaðnum í ársbyrjun 2013 þegar fyrstu sérleyfunum var úthlutað að viðstöddum ráðherrum olíumála Íslands og Noregs.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Orkumálastjóri segir leitina til þessa hafa skilað mjög verðmætum gögnum um Drekasvæðið. „Þarna er á engan hátt búið að útiloka að finnist olía. Þessi ákvörðun CNOOC, að draga sig út úr leyfinu, hún byggðist fyrst og fremst á því að þarna myndi ekki á fyrirsjáanlegum tíma verða byrjuð olíuvinnsla og þar með væru ekki þeirra hagsmunir þannig að þeir myndi halda verkinu áfram,“ segir Guðni. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15 Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Eykon kærir Orkustofnun fyrir sviptingu Drekaleyfis Eykon telur sviptingu olíuleitarleyfis á Drekasvæðinu vera lögbrot og hefur ákveðið að kæra ákvörðun Orkustofnunar. 7. mars 2018 20:15 Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Færeyingar þurfa að bíða með að syngja olíulagið Átján ára olíuleitarsögu Færeyja virðist lokið, að minnsta kosti um sinn, eftir að eina félagið, sem sótti um í síðasta útboði Færeyinga, dró umsókn sína til baka. 7. maí 2018 11:15
Segja líkur á arðbærri olíulind of litlar til að réttlæta frekari leit Norska ríkisolíufélagið Petoro segist sammála því mati hins kínverska CNOOC að líkur á að finna arðbæra olíulind á Drekasvæðinu séu of litlar til að þær réttlæti frekari olíuleit. 26. janúar 2018 19:45
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39
Eykon kærir Orkustofnun fyrir sviptingu Drekaleyfis Eykon telur sviptingu olíuleitarleyfis á Drekasvæðinu vera lögbrot og hefur ákveðið að kæra ákvörðun Orkustofnunar. 7. mars 2018 20:15
Segir ný gögn um Drekasvæðið grunn að næsta olíuleitarútboði Orkustofnun áætlar að kostnaður við olíuleit á Drekasvæðinu sé kominn yfir fimm milljarða króna, þar af eru fimmhundruð milljónir í leyfisgjöld til ríkisins. 24. janúar 2018 20:00