Ari Ólafsson stígur á svið í undankeppni Eurovision nú rétt á eftir og freistar þess að koma Íslandi áfram í úrslitin á laugardaginn. Í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30 verður rætt við Ara og Þórunni Clausen, höfund lagsins, og sýnt frá stemningu í Eurovision-partýum landsmanna.
Í fréttatímanum ræðum við líka við þjónustufulltrúa sem sögðu upp störfum í Hörpu vegna óánægju með launalækkanir sem þeir sættu á meðan laun forstjórans hækkuðu, en forstjórinn, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur nú óskað eftir afturvirkri launalækkun. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18:30.

