Lofar að CIA endurveki aldrei pyntingaáætlun sína Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2018 12:03 Haspel hefur unnið fyrir CIA frá árinu 1985. Hún yrði fyrsta konan til að stýra leyniþjónustunni. Vísir/AFP Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Gina Haspel, frambjóðandi Donalds Trump Bandaríkjaforseta til embættis forstjóra leyniþjónustunnar CIA, lofar því að svonefnd „yfirheyrsluáætlun“ stofnunarinnar verði aldrei endurvakin. Haspel hefur mætt andspyrnu þingmanna vegna aðkomu hennar að pyntingum CIA eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september árið 2001. Tilnefning Haspel hefur reynst umdeild. Hún stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi árið 2002 þar sem grunaðir hryðjuverkamenn voru beittir vatnspyntingum. Hún tók einnig þátt í að eyða myndbandssönnunargögnum um pyntingarnar árið 2005. CIA hefur talað um pyntingarnar sem „auknar yfirheyrsluaðferðir“. Tengsl hennar við umdeildasta hluta síðari tíma sögu CIA reyndist Haspel fjötur um fót árið 2013 þegar stofnunin vildi fela henni að stýra leynilegum aðgerðum. Leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta tilnefningu Haspel vegna hennar.Yrði fyrst kvenna til að stýra CIA Bandarískir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Haspel hefði boðist til að draga sig í hlé á föstudag til þess að hún þurfi ekki að ræða pyntingarnar opinberlega fyrir þingnefnd sem fjallar um tilnefningu hennar. Trump forseti lýsti engu að síður stuðning við hana og gaf í skyn að demókratar væru á móti Haspel vegna þess að hún tæki „hart“ á hryðjuverkum. Haspel kemur fyrir leyniþjónustunefndina í dag en fulltrúar hennar þurfa að staðfesta tilnefningu hennar sem forstjóri CIA. Í skriflegum framburði sem Haspel sendi nefndinni kemur fram að hún ætli sér afdráttarlaust ekki að endurvekja yfirheyrsluáætlunina og fangelsanir í leynifangelsum á erlendri grundu. Búist er við því að demókratar í nefndinni gangi hart að henni í dag, að sögn Washington Post. Repúblikanar hafa aftur á móti lofað feril hennar hjá CIA og bent á að hún yrði fyrsta konan til að gegna embætti forstjóra CIA.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30 Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Væntanlegur yfirmaður CIA vildi draga útnefninguna til baka Gina Haspel, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur útnefnt til embættis forstjóra Bandarísku leyniþjónustunnar bauðst um helgina til þess að stíga til hliðar vegna ótta um að hart yrði sótt að henni í staðfestingaryfirheyrslum bandaríska þingsins. 6. maí 2018 23:30
Konan sem á að stýra CIA tengist „svartasta kaflanum“ í sögu Bandaríkjanna Gina Haspel stýrði leynifangelsi CIA í Taílandi þar sem fangar voru pyntaðir á síðasta áratug. 14. mars 2018 11:30