Útlit Smjörva breytist ýmsum til hrellingar Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 13:35 Umbúðir Smjörva taka stakkaskiptum mörgum vanaföstum manninum til mikillar hrellingar. „Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna. Neytendur Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundrað kallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börn mín fái að kynnast lífinu eftir siðrofið,“ segir Gylfi Ólafsson heilsuhagfræðingur á Twitter. Gylfa er illa brugðið vegna þess að MS hyggst breyta um útlit á Smjörva, viðbiti sínu. Siðrof? Gylfi setur þetta vissulega fram í gamansömum tóni en engu að síður, hér er um nokkrar útlitsbreytingar að ræða sem varða flest heimili í landinu. Þannig að þeir hinir íhaldssömu ættu að setja sig í stellingar. Hvað er að gerast?Líður eins og þegar blái ópalinn hætti og hundraðkallinn var tekinn úr umferð; best að geyma nokkur eintök svo börnin mín fái að kynnast lífinu fyrir siðrofið. pic.twitter.com/nTXEEDmXNm— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) May 8, 2018 Sunna Gunnars Marteinsdóttir, verkefnastjóri í upplýsinga- og fræðslumálum hjá MS, hefur fullan skilning á þessu uppnámi, í sjálfu sér. Hún segir Mjólkursamsöluna eigi margar ástsælar vörur í huga þjóðarinnar, sem hafa verið í framleiðslu í áratugi. Sunna bendir á að fyrirtækið eigi rætur að rekja til ársins 1927 en hafi starfað í núverandi mynd frá 2007.Sunna Gunnars Marteinsdóttir hjá MS er sérfróð um Smjörva og útlitsbreytingar á viðbitinu því.„Smjörvi var kynntur á blaðamannafundi árið 1981 í Osta- og smjörsölunni og var þá framleiddur af KEA á Akureyri og Osta- og smjörsölunni í Reykjavík. Var unnið að vinnslu og sölu hans í samvinnu við Svía. Kaupmenn á þeim tíma tóku þessari nýjung fagnandi og seldist strax vel af Smjörva. Í dag selst hann en vel en nú er hann framleiddur í mjólkurbúi Kaupfélagi Skagfirðinga og hjá MS Selfoss. Umbúðirnar hafa þó breyst aðeins á þessum 37 árum,“ segir Sunna sem er með allt á hreinu um Smjörva og umbúðirnar.Enska tungumálið bætist við Hún segir að vöruþróunarteymi Mjólkursamsölunnar hniki oft lítillega til í hönnun umbúðanna án þess að neytendur veiti því sérstaka athygli. „En, í þetta skiptið var ákveðið að fara í meiri breytingar sem þó vísa í umbúðirnar sem allir þekkja. Ferlið tók um tvo mánuði en til dæmis var áhersla var lögð á að halda sömu leturgerð og sama lit. Ennemm auglýsingastofa sá um hönnunina fyrir Mjólkursamsöluna.“Nokkur þróun hefur orðið útliti umbúða Smjörva, en þó aldrei eins miklar og nú.MS-fólk segir að verið sé að reyna að gera Smjörvann meira hluta af nútímanum þar sem skilaboð um umhverfismál eru meira áberandi og enska tungumálið bætist við.Nú er komin ensk merking á lokið sem hjálpar erlendum neytendum og skýrari hvatning til endurvinnslu á umbúðunum þar sem auðvelt er að taka pappann af plastinu og setja í endurvinnslu. „Uppskriftin hefur þó ekkert breyst með nýjum umbúðum. Með þessum umbúðabreytingum fylgir þó nýr bróður fyrir Smjörva, Létt Smjörvi, sem er fituminni en sá hefðbundni og kemur hann að mörgu leyti í stað Létt og laggotts sem hvarf af markaði fyrir nokkrum vikum,“ segir Sunna.
Neytendur Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira