Til skoðunar er að beita fyrirtæki sem ekki uppfylla lagakröfur um kynjakvóta í stjórnum sektum eða öðrum viðurlögum en frumvarp þess efnis er í smíðum í atvinnuveganefnd.
Formaður Félags kvenna í atvinnulífinu segir óviðunandi að markmiðum laga um kynjakvóta hafi ekki verið náð. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18:30.
Þá fylgjumst við með starfsmönnum Hvals hf undirbúa vertíð sumarsins, en í dag var annar hvalbátanna dreginn upp í slipp í Reykjavíkurhöfn. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30
Bein útsending: Fréttir Stöðvar tvö
Hrund Þórsdóttir skrifar