1. maí Guðmundur Brynjólfsson skrifar 30. apríl 2018 07:00 Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur – og nánast í réttir líka. 1. maí göngur hafa löngum verið sundrungin ein, fjöldi fólks hefur talið að það ætti ekki erindi í göngu með næsta manni, næsti maður hefur hugsað eitthvað svipað og hópur fólks verið á sama máli – og haldið sig sér. Þetta hafa verið dreifðar hjarðir á stangli – sem hafa sjálfar séð um að draga sig í dilka. Nú má búast við enn einni göngunni. Víðfrægur peningaburðarmaður auðvaldsins hefur nefnilega keypt sér köflótta skyrtu, því þannig heldur hann að verkamenn séu klæddir, og hyggst hann ganga í átt að hinu sósíalíska framtíðarlandi hvar fyrirtækin sjálf þurfa ekki að greiða laun heldur geta allir fengið eins og þeir vilja úr Ábyrgðarsjóði launa. Rétt á milli þess að fyrirtækin stofna sig upp á nýtt með nýjar kennitölur og nýjar ambisjónir; dýrðin ein. Síðustu ár hefur íslenskur verkalýður ekki borið gæfu til þess að ráðast gegn óvinum sínum: Kennitöluflökkurum, glæpamönnum sem falsa reikninga til þess að leika á virðisaukaskattinn, skítmennum sem hlaupa frá fyrirtækjum sem þeir viljandi keyra í þrot, gangsterum sem borga helst enga skatta. Nei, talsmenn verkalýðsins hafa verið uppteknir af því að djöflast í bændum og tilbiðja Evrópusambandið – en það eru reyndar mikið til sömu trúarbrögðin. Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur og sumir gera sér jafnvel grein fyrir því hvað er þeim fyrir bestu. Þau vísindi uppgötva menn yfirleitt á eigin skinni, aldrei undir handarkrikum manna sem halda að þeir verði byltingarmenn á milli einkaþotunnar og skyrtustæðunnar í Rúmfatalagernum, aldrei undir væng þeirra sem halda að Brussel sé ígildi himnaríkis – og mannkerti ígildi Krists. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur – og nánast í réttir líka. 1. maí göngur hafa löngum verið sundrungin ein, fjöldi fólks hefur talið að það ætti ekki erindi í göngu með næsta manni, næsti maður hefur hugsað eitthvað svipað og hópur fólks verið á sama máli – og haldið sig sér. Þetta hafa verið dreifðar hjarðir á stangli – sem hafa sjálfar séð um að draga sig í dilka. Nú má búast við enn einni göngunni. Víðfrægur peningaburðarmaður auðvaldsins hefur nefnilega keypt sér köflótta skyrtu, því þannig heldur hann að verkamenn séu klæddir, og hyggst hann ganga í átt að hinu sósíalíska framtíðarlandi hvar fyrirtækin sjálf þurfa ekki að greiða laun heldur geta allir fengið eins og þeir vilja úr Ábyrgðarsjóði launa. Rétt á milli þess að fyrirtækin stofna sig upp á nýtt með nýjar kennitölur og nýjar ambisjónir; dýrðin ein. Síðustu ár hefur íslenskur verkalýður ekki borið gæfu til þess að ráðast gegn óvinum sínum: Kennitöluflökkurum, glæpamönnum sem falsa reikninga til þess að leika á virðisaukaskattinn, skítmennum sem hlaupa frá fyrirtækjum sem þeir viljandi keyra í þrot, gangsterum sem borga helst enga skatta. Nei, talsmenn verkalýðsins hafa verið uppteknir af því að djöflast í bændum og tilbiðja Evrópusambandið – en það eru reyndar mikið til sömu trúarbrögðin. Á morgun er 1. maí. Þá fara margir í göngur og sumir gera sér jafnvel grein fyrir því hvað er þeim fyrir bestu. Þau vísindi uppgötva menn yfirleitt á eigin skinni, aldrei undir handarkrikum manna sem halda að þeir verði byltingarmenn á milli einkaþotunnar og skyrtustæðunnar í Rúmfatalagernum, aldrei undir væng þeirra sem halda að Brussel sé ígildi himnaríkis – og mannkerti ígildi Krists.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun