Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar 5. nóvember 2024 07:47 Útlendingamálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuðina, fordómar og sterkar skoðanir á aukningu á flóttafólki. Það er mikilvægt að hugsa í allri þessari umræðu að við erum að tala um mannfólk, sem hefur neyðst til þess að flýja sitt heimaland, hefur jafnvel misst allt sitt, það sem bíður þeirra er vonleysi og mikil óvissa. Það getur verið af mörgum ástæðum; stríðum, loftslagsbreytingum, ofsóknum eða öðrum kringumstæðum sem við getum jafnvel ekki gert okkur í hugarlund, svo fjarri er það okkar raunveruleika. Það hefur skapast svo mikil vanvirðing fyrir fólki af erlendum uppruna. Fordómar hafa aukist gífurlega og það er mikið áhyggjuefni. Hvað er raunverulega vandamálið? Það er áhyggjuefni hversu margir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa stokkið á þann vagn að það þurfi að herða á útlendingalöggjöf og loka landamærum. Margt stjórnmálafólk taldi áður fyrr að innflytjendur sem komu hingað til þess að vinna væru að stela vinnu frá Íslendingum, vinnu sem fáir Íslendingar vilja vinna en eru samfélagslega mikilvægar. Það sýndi sig vel eftir kreppu þegar margir innflytjendur fluttu aftur til síns heimalands að Íslendingar voru ekki nægilega fjölmennir til þess að fylla upp í þessi störf. Það segir okkur ýmislegt um hversu háð Ísland er erlendu vinnuafli til að láta samfélagið ganga smurt fyrir sig. Eftir að fólk fór að átta sig á hvað við þurfum mikið á erlendu vinnuafl að halda þá fóru fordómar að minnka. Undanfarin ár hefur fjöldi flóttafólks aukist verulega út um allan heim. Flest flóttafólk sækir aðstoð hjá nágrannaþjóðum sínum en sumir fara lengra. Samkvæmt tölum sem Rauði Krossinn gaf út í síðustu viku þá eru 123 milljónir einstaklinga á flótta í heiminum en 22 milljón dvelja í Evrópu, þar með talið á Ísland. Árið 2023 voru 1.972 einstaklingar sem fengu vernd á Íslandi. Þar af voru 1.560 frá Úkraínu. Til samanburðar fluttu um 2.500 Íslendingar af landi brott til að freista gæfunnar annars staðar. Það ætti því gefa auga leið að vandamálið er ekki eins stórt og margir flokkar halda fram. Ef Ísland getur ekki tekið við 2.000 einstaklingum á flótta og leita aðstoðar okkar án þess að innviðir fari á hausinn liggur vandamálið annars staðar. Ríkisstjórn síðustu ára hefur sofnað á verðinum. Velferðarkerfi okkar hefur verið fjársvelt og vanrækt og svo er flóttafólki kennt um þeirra vangetu. Við þurfum að setja hlutina í rétt samhengi og hætta að kenna öðrum um vandamál sem hin blessaða ríkisstjórn ber fulla ábyrgð á. Við þurfum að ráðast að rót vandans með því að byggja gott velferðarkerfi hér á landi sem tekur vel á móti öllum þeim sem hér búa. Óttapólitík Stjórnmálafólk hefur undanfarin ár notað þá tækni að vekja upp ótta hjá fólki, búa til einhvern “óvin” sem fólk verður hrætt við. Svo koma þau með einu lausnina, en til þess að lausnin verði að veruleika þá þarf fólk að kjósa þau og þann flokk sem boðar þessa lausn. Það er því miður hættuleg nálgun og þróun. Með þessum hætti eru stjórnmálaflokkar að búa til ótta hjá fólki, fólk hættir að hugsa hvað er rétt og rangt, það grípur í það sem er auðveldast. Þetta er aðeins gert til þess að fá atkvæði fólks og ná stjórn á fólki. Í dag eru íslenskir stjórnmálaflokkar að nota nákvæmlega þessi bellibrögð og flóttafólkið er orðið að grýlunni. Minnihlutahópar hafa alltaf verið fyrir barðinu Óttapólitík er alls ekki ný af nálinni og því miður eru alltaf jaðarsettir hópar sem verða fyrir barðinu á henni. Það má rifja upp nokkur dæmi: á níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu samkynhneigðir fyrir barðinu á óttapólitík, þegar óttinn við HIV var sem mestur. Reynt var að finna sökudólga fyrir sjúkdómnum og var þá gripið til óttapólitíkur, þar sem skilaboðin voru sú að samkynhneigðir væru óæskilegir og að banna þyrfti samkynhneigð. Annað dæmi er að fatlað fólk og öryrkjar voru lengi álitið byrði á samfélaginu þar sem skattgreiðendur héldu þeim uppi. Transfólk og hinsegin fræðsla þar sem alls kyns ranghugmyndum er haldið á lofti. Eins og sést hefur þetta verið notað lengi til þess að vekja upp ótta hjá fólki og hafa þannig áhrif á það hvernig það kýs. Í umhverfi nútímans, þar sem ranghugmyndir og samsæriskenningar lifa góðu lífi í netheimum sem og annars staðar, hefur aldrei verið mikilvægara að lesa sér vel til og halda sér upplýstum um stöðu mála í stað þess að trúa hverju sem haldið er fram af stjórnmálafólki á atkvæðaveiðum. Verum upplýst og krefjumst réttra upplýsinga og heimilda. Blönduð og fjölbreytt menning Við á Íslandi græðum á fjölbreyttri menningu. Lífið verður mun litríkara og skemmtilegra. Við fáum að njóta góðs að allskyns matar frá öllum heimshornum; Mandí, Ban Thai, Vegan World Peace, American Style, Napoli Pizza og fleira. Ég efast um að það sé einhver þarna sem borðar bara hrútspunga, hákarl, skyr og kjötsúpu í öll mál. Tökum blandaðri menningu fagnandi og reynum að sýna henni skilning með virðingu. Sýnum henni áhuga og reynum að læra betur um fólkið sem vill búa hér og leitar aðstoðar hjá okkur. Við höfum svo gott tækifæri til að fræðast og læra að búa saman í umburðarlyndi og sameiningu. Heimurinn er að breytast og fólkið með, það er hægt að finna innblástur frá annarri menningu hvert sem þú ferð. Hún er allt í kringum okkur. Reynum að njóta. fjölmenningarinnar og tökum henni fagnandi því það gerir lífið mikið skemmtilegra. Kjóstu öðruvísi nálgun, öðruvísi stjórnmál. Kjóstu Pírata. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er í framboði á Norðvesturlandi fyrir Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Útlendingamálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuðina, fordómar og sterkar skoðanir á aukningu á flóttafólki. Það er mikilvægt að hugsa í allri þessari umræðu að við erum að tala um mannfólk, sem hefur neyðst til þess að flýja sitt heimaland, hefur jafnvel misst allt sitt, það sem bíður þeirra er vonleysi og mikil óvissa. Það getur verið af mörgum ástæðum; stríðum, loftslagsbreytingum, ofsóknum eða öðrum kringumstæðum sem við getum jafnvel ekki gert okkur í hugarlund, svo fjarri er það okkar raunveruleika. Það hefur skapast svo mikil vanvirðing fyrir fólki af erlendum uppruna. Fordómar hafa aukist gífurlega og það er mikið áhyggjuefni. Hvað er raunverulega vandamálið? Það er áhyggjuefni hversu margir íslenskir stjórnmálaflokkar hafa stokkið á þann vagn að það þurfi að herða á útlendingalöggjöf og loka landamærum. Margt stjórnmálafólk taldi áður fyrr að innflytjendur sem komu hingað til þess að vinna væru að stela vinnu frá Íslendingum, vinnu sem fáir Íslendingar vilja vinna en eru samfélagslega mikilvægar. Það sýndi sig vel eftir kreppu þegar margir innflytjendur fluttu aftur til síns heimalands að Íslendingar voru ekki nægilega fjölmennir til þess að fylla upp í þessi störf. Það segir okkur ýmislegt um hversu háð Ísland er erlendu vinnuafli til að láta samfélagið ganga smurt fyrir sig. Eftir að fólk fór að átta sig á hvað við þurfum mikið á erlendu vinnuafl að halda þá fóru fordómar að minnka. Undanfarin ár hefur fjöldi flóttafólks aukist verulega út um allan heim. Flest flóttafólk sækir aðstoð hjá nágrannaþjóðum sínum en sumir fara lengra. Samkvæmt tölum sem Rauði Krossinn gaf út í síðustu viku þá eru 123 milljónir einstaklinga á flótta í heiminum en 22 milljón dvelja í Evrópu, þar með talið á Ísland. Árið 2023 voru 1.972 einstaklingar sem fengu vernd á Íslandi. Þar af voru 1.560 frá Úkraínu. Til samanburðar fluttu um 2.500 Íslendingar af landi brott til að freista gæfunnar annars staðar. Það ætti því gefa auga leið að vandamálið er ekki eins stórt og margir flokkar halda fram. Ef Ísland getur ekki tekið við 2.000 einstaklingum á flótta og leita aðstoðar okkar án þess að innviðir fari á hausinn liggur vandamálið annars staðar. Ríkisstjórn síðustu ára hefur sofnað á verðinum. Velferðarkerfi okkar hefur verið fjársvelt og vanrækt og svo er flóttafólki kennt um þeirra vangetu. Við þurfum að setja hlutina í rétt samhengi og hætta að kenna öðrum um vandamál sem hin blessaða ríkisstjórn ber fulla ábyrgð á. Við þurfum að ráðast að rót vandans með því að byggja gott velferðarkerfi hér á landi sem tekur vel á móti öllum þeim sem hér búa. Óttapólitík Stjórnmálafólk hefur undanfarin ár notað þá tækni að vekja upp ótta hjá fólki, búa til einhvern “óvin” sem fólk verður hrætt við. Svo koma þau með einu lausnina, en til þess að lausnin verði að veruleika þá þarf fólk að kjósa þau og þann flokk sem boðar þessa lausn. Það er því miður hættuleg nálgun og þróun. Með þessum hætti eru stjórnmálaflokkar að búa til ótta hjá fólki, fólk hættir að hugsa hvað er rétt og rangt, það grípur í það sem er auðveldast. Þetta er aðeins gert til þess að fá atkvæði fólks og ná stjórn á fólki. Í dag eru íslenskir stjórnmálaflokkar að nota nákvæmlega þessi bellibrögð og flóttafólkið er orðið að grýlunni. Minnihlutahópar hafa alltaf verið fyrir barðinu Óttapólitík er alls ekki ný af nálinni og því miður eru alltaf jaðarsettir hópar sem verða fyrir barðinu á henni. Það má rifja upp nokkur dæmi: á níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu samkynhneigðir fyrir barðinu á óttapólitík, þegar óttinn við HIV var sem mestur. Reynt var að finna sökudólga fyrir sjúkdómnum og var þá gripið til óttapólitíkur, þar sem skilaboðin voru sú að samkynhneigðir væru óæskilegir og að banna þyrfti samkynhneigð. Annað dæmi er að fatlað fólk og öryrkjar voru lengi álitið byrði á samfélaginu þar sem skattgreiðendur héldu þeim uppi. Transfólk og hinsegin fræðsla þar sem alls kyns ranghugmyndum er haldið á lofti. Eins og sést hefur þetta verið notað lengi til þess að vekja upp ótta hjá fólki og hafa þannig áhrif á það hvernig það kýs. Í umhverfi nútímans, þar sem ranghugmyndir og samsæriskenningar lifa góðu lífi í netheimum sem og annars staðar, hefur aldrei verið mikilvægara að lesa sér vel til og halda sér upplýstum um stöðu mála í stað þess að trúa hverju sem haldið er fram af stjórnmálafólki á atkvæðaveiðum. Verum upplýst og krefjumst réttra upplýsinga og heimilda. Blönduð og fjölbreytt menning Við á Íslandi græðum á fjölbreyttri menningu. Lífið verður mun litríkara og skemmtilegra. Við fáum að njóta góðs að allskyns matar frá öllum heimshornum; Mandí, Ban Thai, Vegan World Peace, American Style, Napoli Pizza og fleira. Ég efast um að það sé einhver þarna sem borðar bara hrútspunga, hákarl, skyr og kjötsúpu í öll mál. Tökum blandaðri menningu fagnandi og reynum að sýna henni skilning með virðingu. Sýnum henni áhuga og reynum að læra betur um fólkið sem vill búa hér og leitar aðstoðar hjá okkur. Við höfum svo gott tækifæri til að fræðast og læra að búa saman í umburðarlyndi og sameiningu. Heimurinn er að breytast og fólkið með, það er hægt að finna innblástur frá annarri menningu hvert sem þú ferð. Hún er allt í kringum okkur. Reynum að njóta. fjölmenningarinnar og tökum henni fagnandi því það gerir lífið mikið skemmtilegra. Kjóstu öðruvísi nálgun, öðruvísi stjórnmál. Kjóstu Pírata. Höfundur er í stjórn Ungra Pírata og er í framboði á Norðvesturlandi fyrir Pírata.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun