Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 13:30 Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Byggðamál Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Píratar hafa nú greint meintan útlendingavanda og telja það vera ferðamanninn sem sækir okkur heim. Erlendur ferðamaður sem ekur um landið, gistir á hótelum, borðar góðan mat og sækir afþreyingu sem í boði er á hverjum stað. Það er útlendingavandamálið holdi klætt. Þá vitum við það og Píratar vilja leggja aukinn skatt á greinina. Hvað kallast þá íslenskur ferðamaður sem ekur sama hring, borðar sama mat, gistir á hótelum og skoðar söfn? Mikilvægi ferðaþjónustu á landsbyggðinni Við höfum nokkrar meginstoðir undir efnahagslífi landsins, ein af meginstoðum þess er ferðaþjónusta. Ferðaþjónustan er ein af stærstu atvinnugreinum á Íslandi og mikilvægur drifkraftur hagvaxtar og aukinna lífsgæða. Sá mikli og stöðugi gjaldeyrisstraumur sem ferðaþjónustan skapar er mikilvægur litlu og opnu hagkerfi á borð við okkar. Hann styður við gengi krónunnar og stuðlar þannig að lægri verðbólgu en ella. Ferðaþjónusta hefur orðið ein helsta stoð atvinnulífs á landsbyggðinni og haft víðtæk áhrif á efnahag, samfélag og umhverfi. Í kjölfar aukinna ferðamanna hefur atvinnusköpun aukist, sérstaklega á sviði þjónustu, afþreyingar og gistiþjónustu, sem styrkir búsetuskilyrði á svæðum þar sem hefðbundin störf hafa dregist saman. Ferðaþjónustan hefur einnig hvatt til nýsköpunar og stuðlað að aukinni fjárfestingu, meðal annars í innviðum og samgöngumannvirkjum sem gagnast bæði íbúum og gestum. Því hefur ferðaþjónustan bætt búsetuskilyrði um allt land og verið góð viðbót í dreifðum byggðum landsins. Ferðaþjónustan byggir á sögu okkar og menningu. Við uppbyggingu ferðaþjónustu hefur aukist framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir íbúa svæða og er því um að ræða mikið byggðamál. Lítil og meðalstór fyrirtæki í eigu heimafólks á hverjum stað skila ábata inn í samfélögin og skapa grundvöll til frekari uppbyggingar þjónustu og annarrar starfsemi á svæðinu. Standa við skatta og skyldur Íslensk ferðaþjónustufyrirtæki, bæði lítil og stór, greiða skatta og skyldur líkt og önnur fyrirtæki. Greiddur er virðisaukaskattur af ferðaþjónustu, líka af rútuferðum og því ekki rétt að halda fram að atvinnugreinin skili ekki arði inn í þjóðarbúið og það þurfi sérstaklega að huga að auknum álögum á greinina. Hærri skattur þýðir hærra gjald fyrir þjónustuna sem skilar sér í hærri verðbólgu. Auðlindin er viðkvæm Við getum þó verið sammála um að mikil umferð ferðamanna getur valdið álagi á innviði og náttúru landsins. Á viðkvæmum svæðum geta skaðleg áhrif ferðaþjónustu verið áberandi, meðal annars vegna slits á gönguleiðum en einnig með auknum ágangi á dýralíf og vistkerfi. Íslendingar eru líka á ferð um landið til að njóta og nýta. Til að hámarka ávinning ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni er mikilvægt að stýra uppbyggingu hennar með sjálfbærni og velferð íbúa að leiðarljósi, ásamt því að verja náttúruauðlindir og menningarverðmæti. Með góðu skipulagi getur ferðaþjónustan áfram verið drifkraftur atvinnu,- og menningarlífs um allt land. Höfundur er þingmaður og í framboði fyrir Framsókn í NV.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun