Réttindi og skyldur NPA-starfsfólks óljós Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. apríl 2018 06:00 Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir var samþykkt á Alþingi í vikunni. Vísir/anton Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Mánaðarlega leitar aðstoðarfólk fatlaðra einstaklinga til Eflingar til að kanna hvort verið sé að brjóta á réttindum þess. Spurningarnar varða meðal annars hvort verið sé að greiða því rétt álag vegna vinnutíma og hve langt starfsskyldur þess nái. „Þetta eru erfiðustu málin sem koma inn á borð okkar en í hverjum einasta mánuði fáum við til okkar starfsfólk sem telur að verið sé að brjóta á sér. Við teljum að brotin séu fleiri en margir hafa samkennd með skjólstæðingi sínum og veigra sér við að kanna stöðu sína,“ segir Harpa Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjaramála Eflingar. Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, oft kennd við notendastýrða persónuaðstoð (NPA), voru samþykkt á Alþingi í vikunni.Harpa ÓlafsdóttirEflingVið þinglega meðferð málsins gerðu fulltrúar stéttarfélaga athugasemdir við hagsmuni og starfsskilyrði starfsmanna. Ekki liggi fyrir hvernig vinnu- og hvíldartíma skuli háttað auk þess að ekki er ljóst hve langt aðstoðin skuli ná. Frá því að tilraunir með NPA-verkefnið hófust hefur verið í vinnustaðalögum bráðabirgðaákvæði um að heimilt sé að víkja frá ákvæðum um hvíldartíma og næturvinnutíma með samningi. Gildandi samningar heimila meðal annars tveggja sólarhringa vaktir og að fyrir „sofandi næturvaktir“ sé greidd dagvinna. „Ekki allir eru að vinna samkvæmt slíkum samningi heldur eru verktakar. Þá liggur ekki nægilega fyrir hverjar starfsskyldurnar eru,“ segir Harpa. „Þegar verkefnið hófst stóð ávallt til að hagsmunaaðilar kæmu saman og teiknuðu upp hvernig aðbúnaði og réttindum starfsfólks yrði háttað,“ segir Arnar Þór Sævarsson, aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra. Stefnt er að því að skipa starfshóp um efnið. Ekki liggur fyrir hvenær það verður gert eða hvenær hann skili af sér. Gildistími áðurnefnds bráðabirgðaákvæðis verði sennilega framlengdur á meðan.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Tengdar fréttir NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00 Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25 Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
NPA veitir fötluðu fólki frelsi frá stofufangelsi Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 14:00
Alþingi samþykkti lög um notendastýrða persónulega aðstoð Þroskahjálp fagnar þessari lagasetningu. 26. apríl 2018 14:25
Kominn tími á að þetta hefðist Lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og um félagsþjónustu sveitarfélaga voru samþykkt í gær. 27. apríl 2018 06:00