Handarlausi varnarmaðurinn kominn í NFL-deildina | Spilar með tvíburabróður sínum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2018 13:00 Griffin fagnar eftir að hafa verið valinn í nýliðavali NFL-deildarinnar. vísir/getty Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni. NFL Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira
Fallegasta saga NFL-nýliðavalsins um helgina er um hinn handalausa Shaquem Griffin sem var valinn númer 141 þrátt fyrir fötlun. Það var lið Seattle Seahawks sem valdi hann og Griffin mun því spila í NFL-deildinni með tvíburabróður sínum, Shaquill, hjá Seahawks. Sá var valinn af Sjóhaukunum í nýliðavalinu í fyrra. Shaquill fékk að færa bróður sínum góðu tíðindin og það gerði hann að sjálfsögðu með því að tækla hann inn á baðherbergi. Annað hefði verið mjög óeðlilegt. Þeir bræðurnir fæddust með 60 sekúndna millibili og eru eins að öllu leyti fyrir utan einn galla á Shaquem. Þegar Shaquem var í maga móður sinnar flæktist vefur um vinstri hönd hans sem gerði það að verkum að fingurnir náðu aldrei að vaxa sökum skorts á blóðflæði. „Ég man þegar að ljósmóðirin kom með hann til mín og ég fjarlægði teppið sem huldi hann. Þá sá ég þetta,“ segir Tangie Griffin, móðir tvíburana, með tárin í augunum í viðtali við ESPN þar sem saga Shaquem er rakin.Griffin í leik í háskólaboltanum.vísir/gettyÞessi fæðingargalli átti eftir að hafa mikil áhrif á piltinn á fyrstu árum ævi hans er hann upplifði mikinn sársauka. Svæðið var svo viðkvæmt að hver einasta skráma varð til þess að Shaquem grét vegna ofsafengins sársauka. „Ég mun aldrei gleyma sársaukanum,“ segir Shaquem sem gafst upp á sársaukanum þegar að hann var fjögurra ára gamall. Þá var hann búinn að fá nóg. Hann fór fram í eldhús um miðja nótt þegar að sársaukinn var búinn að yfirbuga hann. Shaquem tók upp hníf og ætlaði að skera af sér höndina. „Ég man enn þá eftir hvernig hann grét og öskraði,“ segir bróðir hans, Shaquill, en Shaquem fékk ósk sína uppfyllta nokkrum dögum síðar þegar að höndin var fjarlægð af skurðlæknum. Móðir hans segir að hún vissi um leið að það var rétt ákvörðum því þar hófst líf Shaquem Griffin fyrir alvöru. Hér má lesa frábæra úttekt á Shaquem en hann er einstakur íþróttamaður sem gaman verður að fylgjast með í NFL-deildinni.
NFL Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Í beinni: Stjarnan - Þór/KA | Stjörnukonur geta komist upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti