Erlent

Ákæra yfir ríkisstjóra Missouri ekki felld niður

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri, gæti verið á leið í fangelsi.
Eric Greitens, ríkisstjóri Missouri, gæti verið á leið í fangelsi. Vísir/AFP
Dómari í St. Louis í Missouri hafnaði í gær kröfu lögmanns Eric Greitens, ríkisstjóra Missouri, að fella niður ákæru sem ríkisstjórinn á yfir höfði sér. Ríkisþing Missouri ákærði Greitens í febrúar fyrir að hafa tekið ljósmynd af nakinni konu án vitneskju hennar og síðan hótað að birta hana opinberlega ef hún segði frá kynnum þeirra.

Ríkisstjórinn á yfir höfði sér fjögurra ára fangelsisdóm. Hann hefur játað framhjáhald en kveðst saklaus af öllum ásökunum. Þess í stað hefur hann sagt að um „pólitískar nornaveiðar“ sé að ræða. Hann sé ásóttur fyrir einkalíf sitt sem tengist starfi hans sem ríkisstjóri ekki á neinn hátt.  Þrýst hefur verið á Greitens að segja af sér. Hafa bæði samflokksmenn hans, Repúblikanar, og Demókratar farið fram á afsögn.

Þegar konan sem Greitens á að hafa myndað án samþykkis kom fyrir þingnefnd sagði hún að Greitens hefði líklegast tekið myndina þegar hún lá bundin við rúmið, með bundið fyrir augun, í kjallara ríkisstjórans. Hún hefur einnig sagt Greitens hafa þvingað sig til munnmaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×