Gini hvað? Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 21. apríl 2018 10:00 Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það mætti halda, svona miðað við umræðuna, að hvergi á byggðu bóli væri meiri ójöfnuð að finna en hér á Íslandi. Aftur og aftur koma stjórnmálamenn fram, einkum af vinstri vængnum, og fullyrða að hér sé gríðarlegur ójöfnuður í tekjum og sá ójöfnuður fari vaxandi. Þetta er fullyrt þrátt fyrir að alþjóðlegur samanburður bendi til hins gagnstæða. Nú er auðvitað erfitt að mæla svona hluti og bera saman á milli landa. En mælingarnar benda í sömu átt og til dæmis virðist tekjumunur vera minnstur hér á landi miðað við Norðurlöndin. En samt heyrum við aftur og aftur sömu tugguna, bilið breikkar. Það væri mjög gagnlegt ef fréttamenn spyrðu næsta mann, sem fullyrðir að launamunur sé hér mikill og fari vaxandi, í hvaða gögn sé verið að vísa. En mikilvægara er samt að spyrja hvert lokamarkmiðið sé. Hvenær er kominn nægjanlegur jöfnuður? Viljum við að þessi margfrægi Gini-stuðull sem mælir tekjudreifinguna sé núll, það er allir með sömu tekjur, eða viljum við kannski að hann sé lægstur hér miðað við Norðurlöndin – sem er staðan núna? Vegna þessa var ánægjulegt að heyra forsætisráðherrann segja á fundi SA að tekjujöfnuðurinn væri mikill hér í alþjóðlegum samanburði og að Gini-stuðullinn sýndi að við værum í verðlaunasæti OECD-ríkja, jafnframt því sem hér væri fátækt einna minnst. Það er óskandi að ýmsir stjórnmálamenn á vinstri vængnum taki vel eftir þessum orðum forsætisráðherrans. Það er nefnilega lítill munur á því að draga upp falska mynd af stöðu mála og því að dreifa fölskum fréttum.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar