Síendurteknar árásir á afganska kjósendur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. apríl 2018 06:00 Hin átta ára gamla Zahra liggur á sjúkarhúsi í Kabúl eftir hryðjuverkaárás gærdagsins. Vísir/getty Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Sjálfsvígsárásarmaður hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki myrti að minnsta kosti 57 og særði 119 í höfuðborginni Kabúl í gær. Maðurinn sprengdi sig í loft upp fyrir utan hús þar sem fólk beið í röðum eftir að fá að skrá sig á kjörskrá. Fjórar slíkar árásir hafa verið gerðar frá því byrjað var að skrá kjósendur í síðustu viku. Kosið verður til þings í Afganistan þann 20. október næstkomandi. Reyndar áttu þær kosningar upphaflega að fara fram í október 2016, svo í júní á þessu ári. Kosningum hefur sem sagt verið frestað ítrekað og hafa yfirvöld sagt öryggisástæður þar að baki. Ríkisstjórn Ashrafs Ghani forseta hefur í raun ekki fulla stjórn á nema um 30 prósentum landsins, að því er rannsókn blaðamanna BBC, sem birt var í janúar, leiddi í ljós. Á hinum 70 prósentunum eru Talíbanar fyrirferðarmiklir, þótt þeir hafi ekki nema fulla stjórn á um fjórum prósentum landsins. Ljóst er að ríkisstjórnin telur öryggi kjósenda ógnað. Árásir undanfarinnar viku sýna það svart á hvítu. Til stendur að kjósa til forseta á næsta ári og er vonast til þess að þingkosningar októbermánaðar gangi vel til að engin ástæða verði til að fresta forsetakosningunum. „Þolinmæði okkar er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að axla ábyrgð á því að þessar linnulausu árásir á saklaust fólk haldi áfram. Það vill enginn kjósa lengur,“ sagði Afgani að nafni Hussain við AFP, en frændi hans fórst í árás gærdagsins.Búist við auknum árásum Og ljóst er að fleiri reiðast ríkisstjórninni. Vitni að árásinni sagði í samtali við Tolo TV, stærstu sjónvarpsstöð landsins, að almennir borgarar þyrftu nú sjálfir að vopnast til að verja sig. „Við sjáum nú að ríkisstjórnin getur ekki tryggt öryggi okkar,“ sagði vitnið. Ghani forseti fordæmdi árásina. Sagði hana svívirðilega. Forsetinn hefur ekki enn fengið svar frá Talíbönum, sem gerðu einnig árásir á verðandi kjósendur í vikunni, eftir að hann bauð þeim til friðarviðræðna í febrúar. Búist er við því að Talíbanar setji meiri þunga í árásir sínar á næstunni, líkt og hefð er fyrir á vormánuðum. John Nicholson, æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, sagði við Tolo TV í síðasta mánuði að hann byggist við því að Talíbanar gerðu fjölda sjálfsmorðsárása nú í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira