Afvopnaði nakta byssumanninn og bjargaði lífi Vöffluhússgesta Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2018 08:00 James Shaw Jr. á blaðamannafundi í gær. Vísir/Epa Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Nakta byssumannsins, sem skaut fjóra til bana á veitingastaðnum Vöffluhúsinu (e. Waffle House) í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum í gærnótt, er enn leitað. Viðskiptavinur, sem afvopnaði árásarmanninn og hrakti hann á dyr, hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina.Sjá einnig: Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Byssumaðurinn, sem talinn er vera hinn 29 ára Travis Reinking, var í grænum jakka einum klæða þegar hann réðst inn á veitingastaðinn snemma á sunnudagsmorgun að staðartíma. Hann skaut tvo til bana fyrir utan veitingastaðinn og tvo til viðbótar þegar inn á staðinn var komið. Reinking fór úr jakkanum og lagði á flótta eftir árásina. Ekkert hefur spurst til hans síðan og eru skólar í Nashville í Tennessee margir hverjir á hæsta viðbúnarstigi í dag vegna leitarinnar.Frá vettvangi í bænum Antioch í Bandaríkjunum í gær.Vísir/AFPÞau Taurean C. Sanderlin, starfsmaður Vöffluhússins, Joe R. Perez, DeEbony Groves og Akilah Dasilva létust í árásinni. Þau voru öll á þrítugsaldri, að því er fram kemur í frétt bandarísku fréttastofunnar NBC. Reinking framdi voðaverkið með AR-15-riffli, vopni sem bandarískir byssumenn hafa oft beitt í skotárásum þar í landi í gegnum tíðina. Reinking var handtekinn þann 7. júlí síðastliðinn fyrir að fara inn á afgirt svæði í kringum Hvíta húsið í Washington í leyfisleysi. Í kjölfar handtökunnar lagði lögregla hald á skotvopn í eigu Reinking, þ.á m. AR-15-riffilinn sem hann notaði við árásina. Faðir Reinking hefur játað að hafa látið son sinn fá byssurnar aftur.Investigation on going at the Waffle House. Scene being processed by MNPD experts. This is the rifle used by the gunman. pic.twitter.com/lihhRImHQN — Metro Nashville PD (@MNPDNashville) April 22, 2018 Í gær voru fluttar fréttir af því að viskiptavini á staðnum hefði tekist að afvopna árásarmanninn. Viðskiptavinurinn, hinn 29 ára gamli James Shaw Jr., sagði á blaðamannafundi í gær að hann hafi ákveðið að byssumaðurinn þyrfti að „hafa fyrir því að drepa hann.“ Shaw sagðist hafa látið til skara skríða þegar Reinking gerði hlé á skothríðinni. „Ég kom höggi á hann með hurðinni og byssan stóð einhvern veginn á sér. Ég reif hana af honum og henti henni yfir afgreiðsluborðið.“ Shaw hrakti byssumanninn að því búnu á dyr. Shaw hefur hlotið mikið lof fyrir hetjudáðina en lögregla sagði engan vafa leika á því að hann hafi bjargað lífi fjölmargra með skjótum viðbrögðum sínum. Hann sagði þó í viðtali við fjölmiðilinn Tennessean að honum liði ekki eins og hetju, hann hefði aðeins verið að reyna að halda lífi.Hér að neðan má sjá myndband CNN-fréttastofunnar af blaðamannafundinum.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastað Nakinn maður skaut þrjá til bana á veitingastaðnum "Waffle House“ í Bandaríkjunum í nótt. 22. apríl 2018 11:57