Gangan trekki fleiri að en Aldrei fór ég suður Sveinn Arnarsson skrifar 25. apríl 2018 06:00 Þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum mæta í Fossavatnsgönguna í ár. Tveir koma frá Rússlandi en einn frá Sviss. Gusti.is „Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum. Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Þessi ganga er eiginlega orðin að bæjarhátíð sem byrjar seinni part fimmtudags með fjölskyldu- og barnagöngu. Síðan er stóri dagurinn á laugardeginum. Það eru 650 þátttakendur sem geta tekið þátt hverju sinni, nú er rétt rúmlega uppselt og búið að vera svo í rúman mánuð,“ segir Daníel Jakobsson, einn forsprakka Fossavatnsgöngunnar á Ísafirði, sem hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn stærsti íþróttaviðburður hér á landi. Fossavatnsgangan sem keppnisgrein í skíðagöngu var fyrst gengin árið 1935. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og nú er svo komið að um fimm hundruð útlendingar gera sér ferð hingað til lands gagngert vegna mótsins. Allt í allt verða keppendur um þúsund talsins en keppt er í nokkrum vegalengdum. Lengsta gangan er 50 kílómetrar og er hún hluti af alþjóðlegri mótaröð svo að mótaröðin er nokkuð vel þekkt meðal erlendra skíðagöngumanna. Allir skíðagöngumenn, vanir sem óvanir, geta fundið eitthvað við sitt hæfi þessa helgi þar sem keppt er í mismunandi vegalengdum líkt og áður kom fram. Daníel segir þessa helgi vera orðna eina af þeim stærstu fyrir vestan ár hvert. „Þetta er náttúrulega stærsti viðburðurinn okkar og langstærsta helgin hjá okkur. Hér er öll gisting uppurin og þetta er afar mikilvæg helgi fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu á svæðinu. Jafnvel er þetta orðið stærra en páskarnir hér á Ísafirði,“ útskýrir Daníel en líkt og alþjóð er kunnugt um fer tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fram um páskana í bænum, sem ætíð trekkir vel að á Ísafirði. Þá mæta þrír verðlaunahafar af Ólympíuleikum í Fossavatnsgönguna þetta árið. Tveir rússneskir skíðagöngugarpar mæta til leiks en einnig svissneskur keppandi sem var annar í skíðaskotfimi á Ólympíuleikum árið 2014. „Í skíðagönguheiminum erum við með nokkur stór nöfn og það er frábært. Færið er reyndar ekki upp á marga fiska í augnablikinu. Það er í það heitasta en sem betur fer er nægur snjór. Nú er spáð næturkulda fram undan svo aðstæðurnar verða frábærar um helgina ef spáin heldur,“ segir Daníel að lokum.
Aldrei fór ég suður Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira