NPA svo gott sem í höfn á Alþingi eftir átta ára bið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. apríl 2018 21:00 Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal. Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira
Stórum áfanga í þjónustu við fatlaða var náð á Alþingi í dag þegar frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum eftir aðra umræðu. Það eru því allar líkur á að frumvarpið verði að lögum innan skamms. Alþingismenn vinna hratt þessa dagana en í dag voru fimmtán frumvörp afgreidd með atkvæðagreiðslu að lokinni annarri umræðu til þriðju umræðu og greidd voru atkvæði um sex þingsályktunartillögur að lokinni annarri umræðu. Af öðrum málum ólöstuðum var atkvæðagreiðslan um NPA, eða notendastýrða persónulega þjónustu fyrir fatlaða, mikilvægasta málið sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum í dag. Ólafur Þór Gunnarsson þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar rifjaði upp að þetta mál hefði verið lengi í meðförum Alþingis og ríkisstjórna. „Allt frá árinu 2010 má segja að beðið hafi verið eftir lagaumgjörð um NPA. Með þessari lagasetningu er ekki bara sett umgjörð utan um það þjónustumódel heldur um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir yfirleitt. Við stígum mikilvægt skref inn í 21. öldina með þessari lagasetningu en við verðum jafnframt að gera okkur grein fyrir að verkinu er ekki lokið,“ sagði Ólafur Þór. En bráðabirgðaákvæði verður í lögunum um endurskoðun þeirra þegar reynsla er komin á þau. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata og formaður Velferðarnefndar tók undir með Ólafi Þór eins og þingmenn allra annarra flokka. „Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt ferli og skemmtilegt samráð sem búið er að eiga sér stað. Ég vona að við höfum náð þeirri mikilvægu sátt sem við þurftum á að halda til að koma þessu máli í gegn,“ sagði Halldóra. Allar líkur eru á að frumvarpið verði samþykkt innan skamms eftir þriðju umræðu. Þá á eftir að setja reglugerðir og móta samstarf ríkis og sveitarfélaga um framkvæmd laganna. Inga Sæland formaður Flokks fólksins minnti á að enn einn áfangi varðandi réttindi fatlaðra væri framundan. „Ég er líka að vonast til að hér eigum við eftir að standa og taka jafn fallega utan um sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og löggilda hann að fullu. Það verða líka önnur tímamót sem ég vona svo sannarlega að við séum öll tilbúin að stefna að,“ sagði Inga Sædal.
Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Sjá meira