Pólitískar auglýsingar á Facebook verða sérmerktar á Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2018 13:26 Schroepfer lofaði breskum þingmönnum að herða eftirlit með pólitískum auglýsingum. Vísir/AFP Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum. Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Tæknistjóri Facebook sagði breskum þingmönnum í dag að gegnsæi í kringum pólitískar auglýsingar á samfélagsmiðlinum verði aukið fyrir sumarið. Pólitískar auglýsingar verði sérstaklega merktar og auglýsendurnir verði að greina frá því hverjir greiddu fyrir þær. Breskir þingmenn höfðu farið fram á að Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, bæri sjálfur vitni fyrir þingnefnd eftir að í ljós kom að Cambridge Analytica, umdeilt ráðgjafarfyrirtæki, hafði notað illa fengnar persónuupplýsingar um tugi milljóna Facebook-notenda. Zuckerberg hafnaði því hins vegar og sendi Mike Schroepfer, tæknistjóra fyrirtækisins, á fund þingmannanna í dag. Baðst Schroepfer afsökunar á mistökum Facebook og viðurkenndi að trúnaðarbrestur hefði átt sér stað í tengslum við mál Cambridge Analytica. Auk þess að skoða kaupendur pólitískra auglýsinga sérstaklega sagði Schroepfer að Facebook ætlaði að gera notendum kleift að skoða allar auglýsingar frá framboðum, ekki aðeins þær sem beindust sérstaklega að þeim sjálfum, að því er segir í frétt Reuters. „Þetta er ekki spurning um tekjur fyrir okkur. Pólitískar auglýsingar eru mjög lítill, lág eins tölustarfs prósentutala af öllum auglýsingum okkar þannig að ákvörðunin hefur ekkert með peninga eða tekjur að gera,“ sagði tæknistjórinn. Íslensk stjórnmál hafa ekki farið varhluta af pólitískum auglýsingum á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Fyrir undanfarnar kosningar hefur töluvert birst af nafnlausum áróðri sem í sumum tilfellum hefur verið greitt fyrir að halda að íslenskum notendum. Svo gott sem ómögulegt hefur hins vegar reynst að rekja hverjir standa að baki áróðrinum.
Facebook Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44 Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15 Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15
Facebook lætur notendur vita hvort upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda fyrirtæki 87 milljónir notendur samfélagsmiðilsins Facebook munu á morgun komast að því hvort að upplýsingum um þá var deilt með hinu umdeilda breska fyrirtæki Cambridge Analytica. 8. apríl 2018 23:44
Stofnandi Facebook ætlar að svara bandarískri þingnefnd en ekki breskri Bresku þingmönnunum líkar örugglega ekki við að Zuckerberg vilji ekki deila stöðuuppfærslu um Cambridge Analytica með þeim. 27. mars 2018 15:15
Myljandi hagnaður hjá Facebook Cambridge Analytica hneykslið hefur, enn um sinn, engin áhrif á reksturinn. 25. apríl 2018 21:28