Þingmaður segir aðskilnaðarstefnu hjóna innbyggða í bótakerfið Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2018 14:14 Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Þingmaður Flokks fólksins segir lífeyriskerfi almannatrygginga fela í sér aðskilnaðarstefnu þar sem bætur eldri borgara og öryrkja skerðist um tugi þúsunda gangi þau í hjónaband. Forsætisráðherra segir nefnd að störfum sem fara eigi yfir allt bótakerfið og vonar að nefndin vinni hratt. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins vakti athygli á því í morgun að bætur eldri borgara og öryrkja færu eftir hjúskaparstöðu þeirra. „Það er aðskilnaðarstefna í boði ríkisins í gangi. Það er stefna stjórnvalda að skilja að veikt fólk, eldri borgara þessa lands. Hún fer fram á þann hátt að ef þessir einstaklingar ætla að ganga í hjónaband eða búa saman missa þau sextíu þúsund krónur á mánuði fyrir einstaklinginn. Hundrað og tuttugu þúsund samtals,“ sagði Guðmundur Ingi. Þá væru bætur skertar enn frekar ef lífeyrisþegi byggi með öðrum eins og fötluðu barni. Með þessu væri verið að skattleggja þetta fólk aukalega um 20 prósent. Dró þingmaðurinn í efa að þessi framkvæmd stæðist mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og stjórnarskrána. „Og ég spyr forsætisráðherra, ætlar hún að gera eitthvað í þessu strax? Finnst henni eðlilegt að taka einn hóp út og skerða hann á þennan hátt,“ spurði Guðmundur Ingi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra rifjaði upp að breytingar hafi verið gerðar á almannatryggingakerfinu árið 2016 og þá hafi verið deilt um að þeir sem byggju einir fengju meiri bætur en þeir sem væru í sambúð með þeim rökum að þeir þyrftu frekar á því að halda. Öryrkjabandalagið hafi sagt sig frá vinnu um þessi mál á lokametrunum árið 2016 en fulltrúar eldri borgara ekki. Nú vilji eldri borgarar skoða hvernig þessi breyting hafi komið út fyrir tekjulægri einstaklinga. „Það varð ósætti um niðurstöður í málefnum lífeyrisþega. Nú eru menn sestir aftur við borðið og ég bind miklar vonir við að við getum saman komið okkur, stjórnmálin og fulltrúar örorkulífeyrisþega ÖBÍ og Þroskahjálp, um ásættanlegar breytingar á kerfinu til hagsbóta fyrir örorkulífeyrisþega,“ segir Katrín. Guðmundur Ingi tali óþarfa að setja málið aftur í nefnd, aðeins þyrfti vilja til breytinga. Katrín sagði hins vegar nauðsynlegt að skoða málið í nefnd þar sem ekki hafi verið samstaða við gerð laganna árið 2016. „Nú er búið að skipa hópinn. Það er verið að boða fyrsta fundinn. Ég legg áherslu á að sá hópur vinni hratt af því að þetta er mál sem á ekki að bíða. En við eigum að sjálfsögðu að ná einhverri niðurstöðu um það hvernig kerfið sjálft lítur út. Ég trúi ekki öðru en allir háttvirtir þingmenn séu sammála um það. Ég veit að háttvirtur þingmaður situr sjálfur í nefndinni sem fulltrúi þingsins og ég bara treysti á ykkur í þessum hóp; að þið muni ýta þessum málum hratt og örugglega áfram,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira