Hefur tvisvar misst aleiguna í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. apríl 2018 20:30 Ragnheiður Benediktsdóttir.missti aleiguna í brunanum í Miðhrauni. Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19