Hefur tvisvar misst aleiguna í bruna Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 26. apríl 2018 20:30 Ragnheiður Benediktsdóttir.missti aleiguna í brunanum í Miðhrauni. Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira
Kona sem missti aleigu sína í brunanum í Miðhrauni gagnrýnir að hún hafi ekki fengið að fara yfir brunarústirnar, þá vanti svör og upplýsingar um gang mála. Þetta er í annað skipti sem hún missir aleigu sína í bruna. Tryggingafélagið VÍS sem heldur utan um rústirnar kveðst ekki geta leyft fólki að skoða brunarústir á annarri hæð vegna öryggismála. Gríðarlegt tjón varð í eldsvoðanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni í Garðabæ þar sem fjöldi einstaklinga og fyrirtækja leigði hirslur undir eigur sínar og verðmæti. Kona sem geymdi búslóð sína á annarri hæð hússins meðan hún beið eftir að fá leiguhúsnæði, missti allt sitt í brunanum. Þetta er í annað skipti sem Ragnheiður lendir í altjóni vegna eldsvoða. „Þetta er eiginlega svolítið óraunveruleg tilfinning. Þegar þetta kom upp þá fer ég til baka, upplifði þann bruna. Það er að síast inn núna raunveruleikinn að það er bara allt farið. Þá var ég með þrjú lítil börn sem er erfiðara en að vera þó einn,“ segir Ragnheiður Benediktsdóttir. Ragnheiður var tryggð fyrir tjóninu en segir að þetta hafi tilfinningalegt gildi. Hún er líka ósátt við að fá ekkert að sjá. Hún segir þetta áfall. „Ég er ósátt við að sjá ekki eitthvað þó það sé bara aska, þá veit ég að dótið mitt er þarna í öskunni.“ Hún gagnrýnir tryggingafyrirtækið líka fyrir skort á upplýsingum. Samkvæmt upplýsingum frá VÍS var ekki leyft að fara á efri hæð hússins þar sem það þótti ekki öruggt. Þá hefði reynst erfitt að hafa eftirlit með því hver var að taka hvaða muni. Tólf manna hópur frá VÍS fór á aðra hæð og fann einhverja muni, eins og myndaalbúm, sem verður sett inn á Facebook síðu fyrirtækisins í þeirri von um að það rati í réttar hendur. Alls eru 1200 einstaklingar á stuðningssíðu á Facebook vegna brunans í Miðhrauni. Þar deilir fólk reynslu og ráðum vegna brunans.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00 Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55 Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Fjögur mál til landskjörsstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Sjá meira
Óánægður með að fá ekki að vitja eigna úr brunanum Fyrirtækið Geymslur segir að altjón hafi orðið á efri hæðum hússins. 24. apríl 2018 22:00
Altjón á efri hæðum geymsluhúsnæðisins í Miðhrauni Leigjendum sem voru með geymslu á 1. hæð í húsnæði Geymslna er boðið að koma í vikunni að vitja eigna sinna. 24. apríl 2018 12:55
Ekki hægt að hleypa leigjendum í leifar úr geymslum sem brunnu Leifar úr geymslunum sem brunnu á efri hæðum iðnaðarhúsnæðisins við Miðhraun eru allar í einum haug og ekki var talið rétt að leyfa fólki að róta í gegnum þær. 25. apríl 2018 11:19