Yfirframleiðandi segir skilið við CCP Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. apríl 2018 09:18 Andie Nordgren hefur verið yfirframleiðandi EVE Online frá árinu 2014. Vísir/ANton Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018 Vistaskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Andie Nordgren, yfirframleiðandi geimtölvuleiksins EVE Online, hefur ákveðið að segja skilið við CCP. Uppsögn hennar tekur gildi í júní. Í færslu sem hún birti á spjallborði leiksins, og reifuð er á Polygon, segir Nordgren að fjölskylduástæður búi að baki ákvörðuninni. Ferðinni sé heitið til Svíþjóðar þar sem hún ætlar sér að ala upp börnin sín, nálægt restinni af fjölskyldunni. „Ég vildi að ég gæti verið á tveimur stöðum í einu,“ skrifar Nordgren. „Ég hef mikla ástríðu fyrir EVE og framtíð leiksins og það er með miklum trega sem ég yfirgef CCP, EVE Online og Ísland.“ Í færslu sinni segist hún jafnframt bera fullt traust til allra hinna hæfileikaríku starfsmanna CCP og að þeir njóti stuðnings Hilmars Veigars Péturssonar, forstjóra CCP. Nordgren hefur unnið við framleiðslu EVE í átta ár og var útnefnd yfirframleiðandi leiksins árið 2014. Hún hefur verið í framlínu fyrirtækisins allar götur síðan og var það meðal annars Nordgren sem tilkynnti heimsbyggðinni að spilun EVE yrði ókeypis árið 2016. Á Twitter-síðu sinni segist Nordgren þó ekki vera búin að segja skilið við tölvuleikjabransann fyrir fullt og allt. Hún muni fljótlega hefja störf fyrir tölvuleikjaframleiðandann Unity, sem er með aðsetur í Kaupmannahöfn. EVE Online mun fagna 15 ára afmæli í maí.Some personal news - moving to Sweden with the family in July! Sad to leave Iceland and CCP after 8 amazing years, but very excited to join Unity in Copenhagen! Friends and family in the area - see you soon! pic.twitter.com/UbkQCN9pzG— Andie Nordgren (@nordgren) April 26, 2018
Vistaskipti Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira