Þjálfari ÍBV: Árás starfsmanns HSÍ sennilega haft áhrif á aðra starfsmenn HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2018 11:13 Arnar segir sínum mönnum til. vísir/eyþór Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV, vandar Handknattleikssambandi Íslands, HSÍ, ekki kveðjurnar í pistli á Facebook í morgun. Arnar er afar ósáttur við að leikmaður hans, Magnús Stefánsson, hafi fengið tveggja leikja bann fyrir brot í leik ÍBV og Hauka á dögunum. Þjálfarinn bendir á að Magnús hafi leikið yfir 500 leiki á ferlinum og aldrei fengið rautt spjald áður.„Það er því með ólíkindum að þegar Maggi Stef fær sitt fyrsta beina rauða spjald skuli HSÍ dæma hann í tveggja leikja bann og það að mér vitandi, fyrstan af öllum í Olís deild karla þetta árið fyrir brot. Þið vitið Olísdeildinni þar sem spilaður er handbolti og einn sló annan í punginn um daginn og fékk einn leik í bann! Deildin þar sem við höfum fengið að sjá þau nokkur rauðu spjöldin eftir að menn hafi farið í andlitið á andstæðingum sínum og í fæstu tilfellum fengið bann,“ skrifar Arnar í pistli sínum. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét Magnús heyra það á dögunum eftir leik ÍBV og ÍR. Sakaði Magnús um að meiða menn viljandi og Arnar ýjar að því að orð Bjarna hafi haft áhrif á HSÍ. Bjarni er þjálfari 20 ára landsliðs Íslands og því á launaskrá hjá HSÍ.„Sennilega hefur þessu árás starfsmanns HSI haft áhrif á aðra starsmenn HSÍ því dómarar leiksins á þriðjudaginn mátu það þannig að Maggi hafi kýlt annan leikmann á kjaftinn með krepptum hnefa! Sem er engan veginn hægt að sjá á upptökum af leiknum þó horft sé á klippurnar 1.000.000 sinnum.Gæti verið að ágætir dómarar leiksins hafi verið undir áhrifum af ummælum samstarfsaðila síns innan HSÍ? Ég held það og sennilega þekkja þeir ekki sögu Magnúsar betur, svo ungir eru þeir. Magnús fer klárlega með hendina í andlitið á leikmanninum og átti skilið að fá rautt spjald en með krepptum hnefa, aldrei! Og með þeim tilgangi að meiða leikmanninn, aldrei, Maggi er ekki þannig leikmaður og hefur aldrei verið,“ skrifar Arnar en færsluna má sjá í heild hér að neðan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13 Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23 Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30 Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Bjarni hraunaði yfir ÍBV: „Fá að komast upp með að slasa leikmenn viljandi“ Það var rosalegur hiti í leik ÍBV og ÍR í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, lét leikmenn ÍBV heyra það í leikslok en ÍBV marði fjögurra marka sigur. 13. apríl 2018 21:13
Einum leik bætt við bann Magnúsar Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann eftir að hann fékk rautt spjald gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. 26. apríl 2018 19:23
Bjarni: Sum lið hafa þá taktík að boxa menn Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð ánægður með sitt lið að leik loknum gegn ÍBV í Olís-deildinni en vandaði leikmönnum ÍBV ekki kveðjurnar. 15. apríl 2018 21:30
Magnús: Það ljótt að ég verð að sleppa því að segja það Ég hef aldrei lent í öðru eins,” sagði Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Olís-deildar karla með sigri á ÍR í öðrum leik liðanna í dag. 15. apríl 2018 19:15