Gert að ákæra lögreglumann vegna harkalegrar handtöku Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. apríl 2018 07:00 Hamborgarabúllan í Kópavogi þar sem hin harkalega handtaka fór fram. Vísir/eyþór Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðssaksóknara í máli lögreglumanns sem handtók mann við Hamborgarabúlluna í Kópavogi síðastliðið vor. Hinn handtekni tvífótbrotnaði við handtökuna. „Þetta kemur ekki á óvart enda borðleggjandi að mínu mati og ánægjulegt fyrir minn mann,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður hins handtekna. Aðspurður segir Ómar manninn farinn til Póllands en hann er pólskur borgari og missti vinnuna hér á landi eftir atvikið enda óvinnufær. Hann fer fram á tæpar sjö milljónir í skaða- og miskabætur en hann er enn að ná sér af meiðslunum og hefur verið óvinnufær í tæpt ár, eða frá því atvikið átti sér stað. Hinn handtekni kærði tvo lögregluþjóna, mann og konu, sem kölluð voru að veitingastaðnum vegna drykkjuláta. Samkvæmt framburði vitna gekk lögregla fram af mikilli hörku, kylfum hafi verið beitt og bílhurð lögreglubíls skellt margsinnis á fætur hins handtekna með þeim afleiðingum að hann tvífótbrotnaði. Við rannsókn málsins var leitað til réttarmeinafræðings sem taldi bæði mögulegt og líklegt að fótbrotið hefði hlotist af því að hurð hefði verið skellt á fætur sem voru á milli hurðar og dyrakarms.Gat ekki þulið upp kennitöluna Þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi gögn málsins benda til að gæta hefði mátt betur að meðalhófi í störfum á vettvangi, mat hann það svo að ekki væru nægar líkur á sakfellingu í málinu, þar sem gögn málsins bæru ekki með sér að lögregla hefði, af ásetningi eða stórfelldu gáleysi, farið gegn lögmæltum aðferðum við handtökuna. Kærandinn, sem hefur lagt fram tæplega sjö milljóna bótakröfu, kærði ákvörðunina til ríkissaksóknara. Í kærunni kemur meðal annars fram að kærandinn og fjölmörg vitni hafi staðfest að lögreglumenn hafi brugðist við með offorsi þegar kærandi gat ekki þulið upp kennitölu sína. „Þeir drógu hann strax í kjölfarið, járnaðan fyrir aftan bak, inn í lögreglubifreið þar sem hann lá, innan við mínútu síðar, tvífótbrotinn eftir bílhurð og lögreglukylfu,“ segir í kærunni. Í niðurstöðu ríkissaksóknara frá því í gær er staðfest ákvörðun saksóknara um að fella málið á hendur lögreglukonunni niður en ákvörðun að því er varðar lögreglumanninn er felld úr gildi og héraðssaksóknara falið að taka mál á hendur honum til ákærumeðferðar. Í úrskurði ríkissaksóknara kemur fram að lögreglumaðurinn hafi í það minnsta sýnt af sér slíkt gáleysi við handtökuna að háttsemi hans geti talist refsiverð sbr. 132. og 219. gr. hegningarlaga.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00 Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00 Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gagnrýnir ummæli Jóns H. B. Snorrasonar "Ég held að Jón hafi ekki séð rannsóknargögn málsins og viti ekkert um málið nema það sem hann hefur frá lögreglumönnunum sjálfum,“ segir Ómar Örn. 1. ágúst 2017 06:00
Fer fram á sjö milljónir vegna harkalegrar handtöku við Búlluna Rannsókn á framgöngu tveggja lögreglumanna við handtöku manns við Hamborgarabúlluna í Kópavogi í vor er lokið. 6. september 2017 06:00
Óvinnufær í hálft ár eftir handtökuna Lögreglumennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa beitt harðræði við handtöku í maí voru varaðir við því að þeir myndu fótbrjóta manninn. Missti vinnuna og mun þurfa langa endurhæfingu. 28. júlí 2017 06:00