Segja aðra flugvelli en í Keflavík vera vanrækta Sveinn Arnarsson skrifar 10. apríl 2018 05:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála. Vísir/eyþór Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Flugvélaeldsneyti er dýrara á Akureyri og á Egilsstöðum en í Keflavík sem er stór hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna, sagði Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni við sérstaka umræðu um dreifingu ferðamanna um landið á Alþingi í gær. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, var til andsvara. Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt í að verða sú atvinnugrein sem er stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar og áfram vex ferðaþjónusta. Skýrsla ferðamálaráðherra um þolmörk ferðamennsku sýnir fram á að fjölmargir ferðamannastaðir eru fullmettir og liggja undir skemmdum og mikilvægt sé að dreifa ferðamönnum betur um landið. Á sama tíma eru fjárfestingar í ferðaþjónustu illa nýttar í mestri fjarlægð frá Keflavíkurflugvelli. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar stendur að marka eigi langtímastefna um ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila með sjálfbærni að leiðarljósi og að aukin dreifing ferðamanna um landið sé mikilvæg með hliðsjón af náttúruvernd og byggðasjónarmiðum.Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksin segir dýrara flugvélaeldsneyti á Akureyri og á Egilsstöðum stóra hindrun í því að gera þá flugvelli að ákjósanlegum lendingarstað stóru flugfélaganna.Vísir/eyþórLíneik Anna brýndi ráðherra til dáða með því að leggja meiri áherslu á að opna fleiri gáttir inn í landið til þess að nýta fjárfestingar um allt land í ferðaþjónustu sem og að dreifa ferðamönnum um landið. Það væri bæði byggðaþróunarlega og umhverfislega mjög gott. „Stjórnvöld geta með aðgerðum eða aðgerðaleysi haft veruleg áhrif á ferðahegðun og þar með dreifingu ferðamanna um land allt,“ sagði Líneik Anna. „Ein hindrunin er hærra verð á eldsneyti á millilandaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum en í Keflavík. Flutningsjöfnun á eldsneyti hefur ekki náð til flugvélaeldsneytis. Þetta skekkir samkeppnisstöðu vallanna og vinnur gegn því að flugfélög komi á fót reglubundnu flugi til annarra staða á Íslandi en til Keflavíkur.“ Þórdís Kolbrún sagði það ekki vera svo að hið opinbera gæti dreift ferðamönnum með handafli en er ósammála því að lítið eða ekkert hafi verið gert hjá hinu opinbera í því að dreifa ferðamönnum um landið. „Allt sem stjórnvöld eru að gera má með beinum eða óbeinum hætti tengja við það markmið að dreifa ferðamönnum betur um landið.“ „Við höfum viðurkennt staðreyndir og það er búið að greina allt í drasl,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í ræðu sinni. „Við vitum hvað þarf að gera. Nú þarf ráðherra að sýna hvað í henni býr og drífa sig í þessi verkefni.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira