Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa lokað á smáauglýsingasíðuna Backpage.com. Frá þessu greindi Reuters í gær. Lokunin tengist rannsókn lögregluyfirvalda þar í landi á mansali en vændisauglýsingar voru algengar á Backpage.
Carl Ferrer, forstjóri Backpage, var handtekinn árið 2016, grunaður um brot á lögum um mansal. Hefur síðan verið kölluð verkfæri mansalshringja.
Fréttablaðið greindi frá því árið 2016 að á íslenskri undirsíðu Backpage væru vændisauglýsingar tíðar. Sagði Snorri Birgisson, yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, þá að mikið hefði verið af uppfærslum á þeim tíma.
Sé litið aftur í tímann með aðstoð Archive.org, sem vistar afrit af vefsíðum, má sjá að sú virkni var enn til staðar stuttu áður en síðunni var lokað.
Loka alræmdri vændissíðu
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent





Best að sleppa áfenginu alveg
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent


