Söknuður Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 10. apríl 2018 07:00 Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Dag einn fór Logi litli með föður sínum á svokölluðu rúgbrauði út á Bíldudalsflugvöll að ná í flugmann sem þar var lentur. Þetta var hann Vilhjálmur heitinn Vilhjálmsson og þar sem einungis var pláss fyrir einn í farþegasætinu sat hann undir Loga á leiðinni heim. Árin þar á eftir hljómaði lagið Söknuður, og fleiri lög sem þetta nýja átrúnaðargoð litla drengsins söng, á heimili hans og þar sem ég var þar heimagangur er þetta lag samofið bernsku minni. Á mínu heimili fékk ég Bítlana beint í æð. Úr herbergi föður míns hljómuðu lögin þeirra með þeim afleiðingum að það varð helsta skemmtan okkar vinanna að þenja badmintonspaða og berja kökuboxin hennar mömmu undir söng og leik fjórmenninganna frá Lifrarpolli. Þegar ég heyri þessi lög í dag finn ég að enn er ég þessi litli drengur sem ber kökuboxin hennar mömmu sinnar. Kveður svo rammt að þessu að meira að segja spegillinn nær ekki að rengja það. Máttur tónlistarinnar er nefnilega svo magnaður að löngu liðin augnablik verða fersk í minni og sál. Þannig finn ég fyrir gömlu Puma-skónum á fótum mér sem bera mig á diskótek í Grunnskóla Bíldudals í hvert sinn sem ég heyri í dúettinum Wham. Ég verð meira að segja að hafa mig allan við svo að ég verði ekki skotinn í Önnu Maríu öðru sinni. Ég sem á svona mikið undir tónlistinni stend auðvitað með Jóhanni í hans rimmu við risana sem tóku Söknuðinn ránshendi. Hann og aðrir sáðmenn söngvanna hafa nefnilega kallað fram hjá mér þennan angurværa en umfram allt fallega söknuð sem töfrar tónlistarinnar kveikja innra með mér. Til allrar hamingju er ekkert stórfyrirtækjanna orðið það stöndugt að það geti haft þann söknuð af mér.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar