NBA: Þrjú lið tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni í nótt og aðeins eitt sæti er laust Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2018 07:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108 NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Lið New Orleans Pelicans, San Antonio Spurs og Oklahoma City Thunder tryggðu sér öll sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta með sigurleikjum í nótt en nú á aðeins eftir að fylla eitt sæti.Paul George skoraði 27 stig og Russell Westbrook náði 25. þrennunni sinni á tímabilnu þegar Oklahoma City Thunder tryggði sér sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar með 115-93 sigri á Miami Heat. Westbrook endaði leikinn með 23 stig, 18 fráköst og 13 stoðsendingar. Thunder-liðið lenti átján stigum undir á upphafsmínútum leiksins en snéri við blaðinu og vann síðan lokaleikhlutann 39-12. Miami Heat hefur aldrei áður tapað leikhluta með 27 stigum. Jerami Grant var með 17 stig fyrir OKC og Carmelo Anthony bætti við 11 stigum. Josh Richardson skoraði mest fyrir Miami eða 18 stig en Miami liðið var þegar búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Austurdeildarinnar.Rudy Gay skoraði 18 stig og Manu Ginobili var með 17 stig þegar San Antonio Spurs vann 98-85 sigur á Sacramento Kings og tryggði sér sæti í úrslitakeppninni 21. árið í röð. Gay, Ginobili og Bryn Forbes komu allir inn af bekknum og voru saman með 25 stig í fjórða og síðasta leikhlutanum sem Spurs vann 38-19.Anthony Davis skoraði 28 stig og Nikola Mirotic var með 24 stig og 16 fráköst þegar New Orleans Pelicans tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 113-100 útisigri á Los Angeles Clippers. Þetta var fjórði sigur Pelíkananna í röð og með honum er liðið búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Minnesota Timberwolves og Denver Nuggets berjast um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar. Bæði unnu leiki sína í nótt og þau mætast síðan á lokadegi deildarkeppninnar.Nikola Jokic var með tíundu þrennu sína á tímabilinu, 15 stig, 20 fráköst og 11 stoðsendingar þegar Denver Nuggets vann 88-82 sigur á Portland Trail Blazers en þetta var sjötti sigur Denver-liðsins í röð og liðið hefur þurft á þeim öllum að halda til að halda voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi.Karl-Anthony Towns var með 24 stig og 18 fráköst þegar Minnesota Timberwolves vann 113-94 sigur á Memphis Grizzlies. Jeff Teague var einnig með 24 stig og Jimmy Butler skoraði 15 stig.LeBron James var með 26 stig og 11 stoðsendingar í 50. sigri Cleveland Cavaliers á tímabilinu en liðið vann þá 123-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden. Kevin Love var með 28 stig fyrir Cavs liðið sem á enn smá möguleika á því að taka þriðja sætið af Philadelphia 76 ers. Þetta var sjötti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum.Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - New Orleans Pelicans 100-113 Denver Nuggets - Portland Trail Blazers 88-82 San Antonio Spurs - Sacramento Kings 98-85 Milwaukee Bucks - Orlando Magic 102-86 Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 113-94 Brooklyn Nets - Chicago Bulls 114-105 Miami Heat - Oklahoma City Thunder 93-115 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-123 Detroit Pistons - Toronto Raptors 98-108
NBA Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira