Svört Hvítbók forstjórans Guðjón Brjánsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands svarar þann 5. apríl sl. tveimur greinarstúfum mínum um stofnunina sem birtust fyrir skömmu í Fréttablaðinu. Honum þykir nóg um bíræfni mína, meint gífuryrði og sleggjudóma. Greinin sé augljóslega rituð í tilfinningalegu uppnámi og geðshræringu. Ég sjái hvergi ljós, bara náttmyrkur. Vera kann að ég horfi ekki til þessarar lykilstofnunar í sama ljósi og forstjórinn sem skóp hana frá fyrsta degi. Hann hefur verið með puttana í flestum samningum um heilbrigðisþjónustu. Hann hefur varðað leiðina og varið sjónarmið og verklag sem að henni lúta sem oft hafa orkað tvímælis.Tilfinningalegt uppnám Mér misbýður, ekki persónulega, heldur miklu fremur vegna mismununar sem á sér stað, sérstaklega gagnvart þúsundum landsmanna sem ekki njóta jafnræðis skv. þeim lögum sem stofnunin á að vinna eftir. Þar á ég einkum við íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Yfir þessu ætti forstjórinn sjálfur að vera skekinn og jafnvel að vera í tilfinningalegu uppnámi. Það er broslegt hvernig forstjórinn kemst að þeirri niðurstöðu að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé eiginlega Hvítbók því svo alvarlegar og margvíslegar ávirðingar koma fram um starfsemi stofnunarinnar á þeim tíu árum sem hún hefur starfað, flest árin með myndarlegum halla. Tvær spurningar Úttekt Ríkisendurskoðunar leitar svara við tveimur meginspurningum: 1. Eru samningar Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu hagkvæmir og árangursríkir? Stuðla þeir að skilvirkni innan heilbrigðiskerfisins í heild? 2. Eru annmarkar á starfsumhverfi, starfsemi og starfsháttum stofnunarinnar við gerð og framkvæmd samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu?Þetta segir skýrslan Við yfirlestur skýrslunnar blasir við harla dapurleg niðurstaða, hugsanlega einhvers staðar í námunda við falleinkunn. Meðal atriða sem upp úr standa eru eftirfarandi:l Sjúkratryggingar Íslands hafa aldrei mótað sér langtímastefnu eins og henni ber skv. lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008.l Gerðir hafa verið ómarkvissir samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu, stundum ekki í samræmi við lög.l Enn eru í gildi samningar við fagfélög og stéttarfélög. Það er í andstöðu við lög um sjúkratryggingar.l Í rammasamningi um læknisþjónustu utan sjúkrahúsa eru ekki ákvæði um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi allra landsmanna.l Vísbendingar eru um að samningurinn sé ekki í samræmi við eðlilega þjónustuþörf, þar séu fjárhagslegir hvatar til mikilla afkasta óháð gæðum og árangri.l Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki virkt eftirlit með raunkostnaði þjónustuveitenda.l Verulega skortir á upplýsingar um ábata og kostnað ólíkra þjónustuleiða ef horft er til heildarhagsmuna sjúkratryggðra og ríkisins.l Sjúkratryggingar Íslands ganga til samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu án heildstæðra og ítarlegra þarfa- og kostnaðargreininga.l Samstarf við Embætti landlæknis um gæðaeftirlit hefur ekki verið fyrir hendi frá því Sjúkratryggingar Íslands tóku til starfa.l Ætlunin var að flytja starfsmenn frá þremur aðilum innan stjórnsýslunnar til Sjúkratrygginga Íslands í upphafi og efla stofnunina faglega. Þetta hefur aldrei verið gert.l Það ríkir fagleg togstreita milli Sjúkratrygginga Íslands og lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu.l Ríkisendurskoðun gagnrýnir ómarkvisst eftirlit með ýmsum samningum. Verkaskipting milli velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands er óljós.l Flest bendir til að sérfræðiþjónusta á landsbyggðinni sé ófullnægjandi skv. skýrslunni. Engin þarfagreining liggur fyrir.l Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við, að viðsemjendur Sjúkratrygginga Íslands hafi verulega aðkomu að undirbúningi stefnumarkandi ákvarðana um fjárútlát.l Heildareiningafjöldi sem greiddur er sérgreinalæknum hefur ítrekað farið fram úr áætlunum árin 2014 – 2016 og það í sívaxandi mæli. Ótti við breytingar? Forstjórinn nefnir í grein sinni meintan ótta minn við breytt greiðslufyrirkomulag fyrir heilbrigðisþjónustu og gerir því skóna að ég sé fullur tortryggni. Ótti minn er enginn en eftirvæntingin hins vegar umtalsverð. Þetta er löngu tímabær ákvörðun en hafa verður þó í huga að jafnræði ríki meðal stofnana, óháð rekstrarformi. Eini fyrirvarinn er sá að enn verði landsbyggðin látin mæta afgangi. Það sem ég færði í orð var einungis það sem fram kemur í sjálfri skýrslunni um reynslu nágrannalandanna og alþjóðlegra sérfræðinga. Þar reynir sem aldrei fyrr á Sjúkratryggingar Íslands í markvissri og vel skilgreindri samningagerð. Vegurinn og ljósið Það eru umtalsverðir breytingatímar fram undan og sameiginlegir hagsmunir okkar miklir. Þjóðarbúið ver milljarðatugum til heilbrigðisþjónustu og aukin krafa er gerð um vandaða og markvissa ráðstöfun fjármuna. Á þessu sviði munu Sjúkratryggingar Íslands að óbreyttu gegna veigamiklu hlutverki. Forstjórinn segist nú fylgja góðum vegvísi og sinni Hvítbók sem vonandi nýtist vel. Honum og öllu hans góða starfsfólki er óskað velfarnaðar í krefjandi verkefnum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands svarar þann 5. apríl sl. tveimur greinarstúfum mínum um stofnunina sem birtust fyrir skömmu í Fréttablaðinu. Honum þykir nóg um bíræfni mína, meint gífuryrði og sleggjudóma. Greinin sé augljóslega rituð í tilfinningalegu uppnámi og geðshræringu. Ég sjái hvergi ljós, bara náttmyrkur. Vera kann að ég horfi ekki til þessarar lykilstofnunar í sama ljósi og forstjórinn sem skóp hana frá fyrsta degi. Hann hefur verið með puttana í flestum samningum um heilbrigðisþjónustu. Hann hefur varðað leiðina og varið sjónarmið og verklag sem að henni lúta sem oft hafa orkað tvímælis.Tilfinningalegt uppnám Mér misbýður, ekki persónulega, heldur miklu fremur vegna mismununar sem á sér stað, sérstaklega gagnvart þúsundum landsmanna sem ekki njóta jafnræðis skv. þeim lögum sem stofnunin á að vinna eftir. Þar á ég einkum við íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Yfir þessu ætti forstjórinn sjálfur að vera skekinn og jafnvel að vera í tilfinningalegu uppnámi. Það er broslegt hvernig forstjórinn kemst að þeirri niðurstöðu að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé eiginlega Hvítbók því svo alvarlegar og margvíslegar ávirðingar koma fram um starfsemi stofnunarinnar á þeim tíu árum sem hún hefur starfað, flest árin með myndarlegum halla. Tvær spurningar Úttekt Ríkisendurskoðunar leitar svara við tveimur meginspurningum: 1. Eru samningar Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu hagkvæmir og árangursríkir? Stuðla þeir að skilvirkni innan heilbrigðiskerfisins í heild? 2. Eru annmarkar á starfsumhverfi, starfsemi og starfsháttum stofnunarinnar við gerð og framkvæmd samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu?Þetta segir skýrslan Við yfirlestur skýrslunnar blasir við harla dapurleg niðurstaða, hugsanlega einhvers staðar í námunda við falleinkunn. Meðal atriða sem upp úr standa eru eftirfarandi:l Sjúkratryggingar Íslands hafa aldrei mótað sér langtímastefnu eins og henni ber skv. lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008.l Gerðir hafa verið ómarkvissir samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu, stundum ekki í samræmi við lög.l Enn eru í gildi samningar við fagfélög og stéttarfélög. Það er í andstöðu við lög um sjúkratryggingar.l Í rammasamningi um læknisþjónustu utan sjúkrahúsa eru ekki ákvæði um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi allra landsmanna.l Vísbendingar eru um að samningurinn sé ekki í samræmi við eðlilega þjónustuþörf, þar séu fjárhagslegir hvatar til mikilla afkasta óháð gæðum og árangri.l Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki virkt eftirlit með raunkostnaði þjónustuveitenda.l Verulega skortir á upplýsingar um ábata og kostnað ólíkra þjónustuleiða ef horft er til heildarhagsmuna sjúkratryggðra og ríkisins.l Sjúkratryggingar Íslands ganga til samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu án heildstæðra og ítarlegra þarfa- og kostnaðargreininga.l Samstarf við Embætti landlæknis um gæðaeftirlit hefur ekki verið fyrir hendi frá því Sjúkratryggingar Íslands tóku til starfa.l Ætlunin var að flytja starfsmenn frá þremur aðilum innan stjórnsýslunnar til Sjúkratrygginga Íslands í upphafi og efla stofnunina faglega. Þetta hefur aldrei verið gert.l Það ríkir fagleg togstreita milli Sjúkratrygginga Íslands og lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu.l Ríkisendurskoðun gagnrýnir ómarkvisst eftirlit með ýmsum samningum. Verkaskipting milli velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands er óljós.l Flest bendir til að sérfræðiþjónusta á landsbyggðinni sé ófullnægjandi skv. skýrslunni. Engin þarfagreining liggur fyrir.l Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við, að viðsemjendur Sjúkratrygginga Íslands hafi verulega aðkomu að undirbúningi stefnumarkandi ákvarðana um fjárútlát.l Heildareiningafjöldi sem greiddur er sérgreinalæknum hefur ítrekað farið fram úr áætlunum árin 2014 – 2016 og það í sívaxandi mæli. Ótti við breytingar? Forstjórinn nefnir í grein sinni meintan ótta minn við breytt greiðslufyrirkomulag fyrir heilbrigðisþjónustu og gerir því skóna að ég sé fullur tortryggni. Ótti minn er enginn en eftirvæntingin hins vegar umtalsverð. Þetta er löngu tímabær ákvörðun en hafa verður þó í huga að jafnræði ríki meðal stofnana, óháð rekstrarformi. Eini fyrirvarinn er sá að enn verði landsbyggðin látin mæta afgangi. Það sem ég færði í orð var einungis það sem fram kemur í sjálfri skýrslunni um reynslu nágrannalandanna og alþjóðlegra sérfræðinga. Þar reynir sem aldrei fyrr á Sjúkratryggingar Íslands í markvissri og vel skilgreindri samningagerð. Vegurinn og ljósið Það eru umtalsverðir breytingatímar fram undan og sameiginlegir hagsmunir okkar miklir. Þjóðarbúið ver milljarðatugum til heilbrigðisþjónustu og aukin krafa er gerð um vandaða og markvissa ráðstöfun fjármuna. Á þessu sviði munu Sjúkratryggingar Íslands að óbreyttu gegna veigamiklu hlutverki. Forstjórinn segist nú fylgja góðum vegvísi og sinni Hvítbók sem vonandi nýtist vel. Honum og öllu hans góða starfsfólki er óskað velfarnaðar í krefjandi verkefnum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar