Lykilárangursmælikvarðar fyrir samfélagsmiðla Guðmundur Tómas Axelsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Algengt er að fyrirtæki skilgreini lykilárangursmælikvarða fyrir starfsemi sína. Mælikvörðunum er þá vanalega skipt eftir mismunandi starfsemi fyrirtækisins, svo sem fjármálum, framleiðslu, markaðsmálum og þjónustu. Fjármálalegir mælikvarðar eru líklega þeir mælikvarðar sem er auðveldast að skilgreina og mæla. Erfiðara getur verið að ná utan um hina mælikvarðana. Í stuttu máli þá segja lykilárangursmælikvarðar til um það hvernig gengur að ná viðskiptalegum markmiðum. Samfélagsmiðlar eru sífellt að verða stærri þáttur í markaðssetningu og þjónustu fyrirtækja. Tölfræðin talar sínu máli:Árið 2017 birtu 80 milljarðar notenda færslur á samfélagsmiðlum.95% fólks á aldrinum 18 til 34 ára kýs að fylgja vörumerkjum á samfélagsmiðlum. Líklegt er að fyrirtæki séu ekki komin eins langt í að skilgreina og ákveða lykilárangursmælikvarða í tengslum við samfélagsmiðla og aðra þætti starfseminnar. Hvaða árangursmælikvarðar skipta hins vegar máli þegar kemur að samfélagsmiðlum? Hér getur að líta helstu lykilárangursmælikvarða þegar kemur að samfélagsmiðlum en það fer að sjálfsögðu eftir markmiðum hverju sinni hvaða mælikvarðar skipta mestu máli.Læk á það.Vísir/AFPÞátttaka Þetta er líklega sá mælikvarði sem skiptir mestu máli á samfélagsmiðlum. Hann segir til um hvernig og hversu mikið notendur taka þátt í aðgerðum fyrirtækisins á samfélagsmiðlum. Til dæmis hvernig þeir bregðast við Facebook- og Instagram-færslum. Mælikvarðinn samanstendur af:Smellir: Segir til um hversu margir smella á hlekk sem deilt er og fer árangurinn eftir því hversu góður titill færslunnar er og grafíkin sem notuð er. Notendur smella á færslur sem vekja áhuga þeirra.Líkar við: Þegar notendum líkar við færslu þá er líklegra að færslan fái meiri athygli. Notendur eru almennt líklegri til að líka við færslur sem eru vinsælar. Algóriþmar flestra samfélagsmiðla gera færslum sem mörgum líkar við hærra undir höfði en öðrum sem hjálpar til við að ná til fleiri notenda.Deilingar: Það er í raun mun mikilvægara að einhver deili færslunni þinni heldur en líki við hana. Með því að deila efni er viðkomandi í raun að mæla persónulega með því og er góð vísbending um gæði efnisins.Athugasemdir: Áhugavert efni kallar á samtal. Það á jafnvel að fagna gagnrýni í athugasemdum því það er tækifæri til að gera betur.Fjöldi þeirra sem minnast á vörumerkið: Þegar notendur „tagga“ eða minnast á vörumerkið á samfélagsmiðlum þá er líklegt að vörumerkið sé að vekja athygli á einn eða annan hátt.Virkir fylgjendur: Fjöldi virkra notenda er vísbending um hvernig þú ert að standa þig á samfélagsmiðlum og/eða hversu mikil gæði efnisins eru. Hins vegar er þetta mælikvarði sem getur verið erfitt að mæla á sumum samfélagsmiðlum.Dekkun Dekkun er gamall mælikvarði sem hefur verið notaður lengi í markaðssetningu. Mælikvarðinn segir til um hversu langt skilaboðin ferðast og hversu mörg augu sjá þau. Þó svo að mælikvarðinn sé að mörgu leyti enn mikilvægur þá getur hann líka verið villandi á samfélagsmiðlum. Hann sýnir einungis fjölda þeirra sem mögulega sjá skilaboðin. Þátttaka sýnir hins vegar hversu margir raunverulega bregðast við. Mælikvarðinn samanstendur af eftirfarandi lykilmælikvörðum:Fylgjendur: Fjöldi fylgjenda vörumerkis á samfélagsmiðlum gefur til kynna þann fjölda sem gæti séð skilaboðin þín en tryggir það ekki. Með því að gerast fylgjandi vörumerkis ertu í raun að lýsa yfir áhuga á að sjá efni frá því.Birtingar: Fjöldi birtinga segir til um hversu oft skilaboð koma fram í fréttaveitu eða tímalínu notenda, annaðhvort vegna þess að viðkomandi eru fylgjendur vörumerkisins eða að vinum þeirra hafi líkað við efnið eða þeir deilt því. Þetta er í raun einungis sá mögulegi fjöldi sem hefði getað séð skilaboðin. Því hærri sem talan er, þeim mun betra.Umferð: Þessi mælikvarði er mjög mikilvægur því hann segir til um hversu mikil umferð er að koma inn á vefsíðu fyrirtækisins frá samfélagsmiðlum.Höfundur er framkvæmdastjóri Web Mo Design
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar