Erlent

Enn einn hættur hjá Trump

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Tom Bossert er einn fjölmargra Trump-liða sem ákveðið hefur að róa á önnur mið.
Tom Bossert er einn fjölmargra Trump-liða sem ákveðið hefur að róa á önnur mið. Vísir/Getty
Tom Bossert, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði upp í gær. Bossert er alls ekki fyrsti starfsmaður Hvíta hússins sem hættir á kjörtímabilinu.

Samkvæmt NBC hafði Bossert ekki hugmynd um að afsagnar hans yrði óskað og hafði ekki hugsað um að hætta.

„Tom leiddi vinnu Hvíta hússins við það að skýla landinu fyrir hryðjuverkaógninni og tölvuárásum sem og viðbrögð við fordæmalausri röð náttúruhamfara,“ sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi embættisins.

Á því rúma ári sem Trump hefur búið í Hvíta húsinu hefur starfsmannaveltan verið lygileg. Fjöldi aðstoðarmanna og ráðherra sem hefur sagt upp eða verið sagt upp hleypur á tugum.




Tengdar fréttir

Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×