Laun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hækkuðu um 22 milljónir króna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Laun bæjarstjórans standa þó nokkuð í stað milli ára. Vísir/GVA Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld bæjarfulltrúa í bænum námu 45,1 milljón króna árið 2016 en 67,6 milljónum 2017. Þetta er hækkun um 50 prósent. Ákveðið var í júlí 2016 að laun bæjarfulltrúanna yrðu tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í Fréttablaðinu í janúar 2017 kom fram að það væri gert til að færa launaákvarðanir úr höndum bæjarfulltrúa. Ákvörðun kjararáðs 1. nóvember 2016 um mikla launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þýddi síðan að óbreyttu að laun sveitarstjórnarfulltrúa myndu líka hækka. Hafnarfjarðarbær frestaði þó gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort og hvernig Alþingi myndi bregðast við gríðarmikilli gagnrýni á ákvörðunina. Er ljóst varð að þingmenn myndu ekki lækka laun sín ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta breytinguna gilda hjá sér líka. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu standa laun Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra nánast í stað milli ára. Laun og launatengd gjöld hans nema rúmum 24,7 milljónum á ári, eða um tveimur milljónum á mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Sú ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í janúar 2017 að láta laun bæjarfulltrúa fylgja umdeildri hækkun kjararáðs olli því að kostnaður vegna launa og launatengdra gjalda bæjarstjórnarinnar hækkaði um rúmar 22 milljónir milli ára. Laun og launatengd gjöld bæjarfulltrúa í bænum námu 45,1 milljón króna árið 2016 en 67,6 milljónum 2017. Þetta er hækkun um 50 prósent. Ákveðið var í júlí 2016 að laun bæjarfulltrúanna yrðu tiltekið hlutfall af þingfararkaupi. Í Fréttablaðinu í janúar 2017 kom fram að það væri gert til að færa launaákvarðanir úr höndum bæjarfulltrúa. Ákvörðun kjararáðs 1. nóvember 2016 um mikla launahækkun þjóðkjörinna fulltrúa þýddi síðan að óbreyttu að laun sveitarstjórnarfulltrúa myndu líka hækka. Hafnarfjarðarbær frestaði þó gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort og hvernig Alþingi myndi bregðast við gríðarmikilli gagnrýni á ákvörðunina. Er ljóst varð að þingmenn myndu ekki lækka laun sín ákváðu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að láta breytinguna gilda hjá sér líka. Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu standa laun Haraldar L. Haraldssonar bæjarstjóra nánast í stað milli ára. Laun og launatengd gjöld hans nema rúmum 24,7 milljónum á ári, eða um tveimur milljónum á mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Hafnarfjarðarbær hefur riðið á vaðið meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og ætlar að hækka laun kjörinna fulltrúa sem nemur hækkun kjararáðs. Minnihlutinn gagnrýnir hækkunina. Önnur sveitafélög eiga eftir að ákveða sig. 21. janúar 2017 07:00