Laun bæjarfulltrúa hækka um 44 prósent Sveinn Arnarsson skrifar 21. janúar 2017 07:00 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur samþykkt 44 prósenta launahækkun kjörinna fulltrúa. vísir/gva Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar ákvað á bæjarstjórnarfundi síðastliðinn miðvikudag að hækka laun sín um 44 prósent og fylgja þar með ákvörðun kjararáðs um hækkun þingfararkaups. Meirihlutinn telur að fyrst þingmenn ætli ekki að aðhafast um sína launahækkun sé það óráðið að bæjarfulltrúar hlutist til um sín laun. Eftir launahækkun kjörinna fulltrúa reiknast Fréttablaðinu til að oddviti Bjartrar framtíðar verði með rúmar 900 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir stjórnunarstörf og setu í hinum ýmsu nefndum og oddviti Sjálfstæðisflokksins verði með um 850 þúsund krónur.Rósa GuðbjartsdóttirGunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýnir launahækkunina. „Við lögðum það til strax í október að þessi dæmalausa ákvörðun kjararáðs myndi ekki hafa áhrif á laun bæjarfulltrúa. Var málinu frestað þar til að Alþingi hefði tekið málið fyrir sem enn hefur ekki verið gert. Samt sem áður er þessi hækkun keyrð í gegn,“ segir Gunnar Axel. Laun kjörinna sveitarstjórnarfulltrúa eru í langflestum sveitarfélögum hlutfall af þingfararkaupi þingmanna. Önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki tekið ákvörðun um að fara eftir hækkun kjararáðs en heimildir Fréttablaðsins herma að önnur sveitarfélög muni fylgja í humátt á eftir Hafnarfirði og hækka laun bæjarfulltrúa um 44 prósent.Gunnar Axel Axelsson„Í rauninni ákváðum við í júlí síðastliðnum að tengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup einmitt til að taka þetta úr höndum kjörinna bæjarfulltrúa að ákveða laun sín sjálfir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. „Það er óeðlilegt að kjörnir fulltrúar ákvarði sín laun sjálfir. Í kjölfar ákvörðunar kjararáðs þann 1. nóvember frestuðum við gildistöku þeirrar hækkunar til að sjá hvort Alþingi ætlaði að gera eitthvað í málinu. Þingmenn ákváðu fyrir jól að breyta ekki sínum launum og því afturkölluðum við frestunina og höldum sama striki og Alþingi,“ segir hún. „Bæjarfulltrúastarfið er aukastarf en launin í dag eru í mörgum tilvikum umtalsvert hærri en þau mánaðarlaun sem bæjarstarfsmenn fá fyrir fulla vinnu,“segir Gunnar Axel. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira