NBA: Golden State tapaði með 40 stigum í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 07:30 Draymond Green og félagar fengu skell í nótt. Vísir/Getty Golden State Warriors liðið hefur titil að verja í NBA-deildinni í körfubolta en það er ekki hægt að segja að staðan sé góð á liðinu nú rétt fyrir úrslitakeppnina. Utah Jazz vann Golden State 119-79 í nótt. Philadelphia 76ers vann sinn fimmtánda leik í röð og Houston Rockets fagnaði sigri í 31. sinn í síðustu 34 leikjum.Donovan Mitchell skoraði 22 stig og bætti nýliðametið í þriggja stiga skotum þegar Utah Jazz vann 40 stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 119-79. Mitchell setti niður fjóra þrista og er þar með kominn með 186 þriggja stiga körfur á tímabilinu. Damian Lillard átti áður metið. Derrick Favors var með 16 stig og 9 fráköst fyrir Utah, Svíinn Jonas Jerebko skoraði 14 stig og þeir Rudy Gobert og Ricky Rubio voru báðir með 13 stig. Utah getur tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland í lokaleiknum. Klay Thompson skoraði 23 stig og Kevin Durant var með 13 stig í síðasta leik Golden State liðsins í deildarkeppninni. Liðið endar með 58 sigra í öðrum sætinu í Vesturdeildinni. Liðið komst aldrei yfir í þessum leik og hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Þetta 40 stiga tap er það stærsta hjá GSW undir stjórn Steve Kerr. „Við þurfum að finna aftur keppnisandann. Við þurfum að finna kraftinn og við þurfum að fá gleðina aftur sem hefur vantað hjá okkur. Við verðum að koma hausnum á réttan stað,“ sagði Steve Kerr sem sá sitt lið lenda mest 45 stigum undir í leiknum..JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann 121-113 sigur á Atlanta Hawks og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð. Með þessum sigri komst Sixers liðið nær því að tryggja sér þriðja sætið í Austurdeildinni. Ben Simmons spilaði veikur en endaði með 14 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Reddick var sjóðheitur og hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Sixers liðið skoraði alls sautján þrista í leiknum. Chris Paul var með 22 stig og bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 105-99 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var 31. sigur Houston liðsins í síðustu 34 leikjum. Ein athyglisverðasta frammistaða leiksins var þó hjá hinum 32 ára gamla Andre Ingram í liði LA Lakers. Hann var þarna að spila sinn fyrsta leik í NBA eftir að hafa verið kallaður upp úr G-deildini. Andre Ingram endaði með 19 stig og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum í sínum fyrsta NBA-leik.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018John Wall skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Boston Celtics 113-101. Washington endaði fjögurra leikja taphrinuÚrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 99-105 Utah Jazz - Golden State Warriors 119-79 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 97-124 Washington Wizards - Boston Celtics 113-101 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 113-121 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 93-119 NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira
Golden State Warriors liðið hefur titil að verja í NBA-deildinni í körfubolta en það er ekki hægt að segja að staðan sé góð á liðinu nú rétt fyrir úrslitakeppnina. Utah Jazz vann Golden State 119-79 í nótt. Philadelphia 76ers vann sinn fimmtánda leik í röð og Houston Rockets fagnaði sigri í 31. sinn í síðustu 34 leikjum.Donovan Mitchell skoraði 22 stig og bætti nýliðametið í þriggja stiga skotum þegar Utah Jazz vann 40 stiga sigur á NBA-meisturum Golden State Warriors, 119-79. Mitchell setti niður fjóra þrista og er þar með kominn með 186 þriggja stiga körfur á tímabilinu. Damian Lillard átti áður metið. Derrick Favors var með 16 stig og 9 fráköst fyrir Utah, Svíinn Jonas Jerebko skoraði 14 stig og þeir Rudy Gobert og Ricky Rubio voru báðir með 13 stig. Utah getur tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri á Portland í lokaleiknum. Klay Thompson skoraði 23 stig og Kevin Durant var með 13 stig í síðasta leik Golden State liðsins í deildarkeppninni. Liðið endar með 58 sigra í öðrum sætinu í Vesturdeildinni. Liðið komst aldrei yfir í þessum leik og hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Þetta 40 stiga tap er það stærsta hjá GSW undir stjórn Steve Kerr. „Við þurfum að finna aftur keppnisandann. Við þurfum að finna kraftinn og við þurfum að fá gleðina aftur sem hefur vantað hjá okkur. Við verðum að koma hausnum á réttan stað,“ sagði Steve Kerr sem sá sitt lið lenda mest 45 stigum undir í leiknum..JJ Redick skoraði 28 stig fyrir Philadelphia 76ers sem vann 121-113 sigur á Atlanta Hawks og setti nýtt félagsmet með því að vinna sinn fimmtánda leik í röð. Með þessum sigri komst Sixers liðið nær því að tryggja sér þriðja sætið í Austurdeildinni. Ben Simmons spilaði veikur en endaði með 14 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar en Reddick var sjóðheitur og hitti meðal annars úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Sixers liðið skoraði alls sautján þrista í leiknum. Chris Paul var með 22 stig og bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum þegar Houston Rockets vann 105-99 útisigur á Los Angeles Lakers. Þetta var 31. sigur Houston liðsins í síðustu 34 leikjum. Ein athyglisverðasta frammistaða leiksins var þó hjá hinum 32 ára gamla Andre Ingram í liði LA Lakers. Hann var þarna að spila sinn fyrsta leik í NBA eftir að hafa verið kallaður upp úr G-deildini. Andre Ingram endaði með 19 stig og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum í sínum fyrsta NBA-leik.Only 3 Lakers scored more points in their career debut since the franchise moved to Los Angeles than Andre Ingram did on Tuesday. You may have heard of them h/t @EliasSportspic.twitter.com/d516xLbx3r — ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) April 11, 2018John Wall skoraði 29 stig og gaf 12 stoðsendingar þegar Washington Wizards vann Boston Celtics 113-101. Washington endaði fjögurra leikja taphrinuÚrslitin úr öllum leikjum næturinnar í NBA: Los Angeles Lakers - Houston Rockets 99-105 Utah Jazz - Golden State Warriors 119-79 Dallas Mavericks - Phoenix Suns 97-124 Washington Wizards - Boston Celtics 113-101 Atlanta Hawks - Philadelphia 76ers 113-121 Indiana Pacers - Charlotte Hornets 93-119
NBA Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Sjá meira