Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018: „Ekki reyna að verða vinsæll dómari“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 10:00 Þetta er alltaf gult spjald á þá gulu. Vísir/Getty Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira
Dómaranefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur sent frá sér áhersluatriði dómara fyrir komandi knattspyrnusumar hér á landi og þar kemur margt athyglisvert fram. Áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ 2018 byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Inngangsorðin vekja sérstaka athygli. „Dómaranefnd KSÍ gerir sér grein fyrir, og sættir sig við, þá óvéfengjanlegu staðreynd að allir dómarar geri mistök í störfum sínum, rétt eins og leikmennirnir og þjálfararnir. Nefndin getur hins vegar ekki sætt sig við það að dómarar fari ekki eftir þeim leiðbeiningum og fyrirmælum sem þeim ber að fylgja," segir í inngangsorðunum og þar er síðan tilvitnun í Vlado Sajn hjá Dómaranefnd UEFA. „Ekki reyna að verða vinsæll dómari - því þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu dómararnir ávallt þeir sem hafa hugrekki til þess að taka erfiðar (óvinsælar) ákvarðanir þegar þörf krefur." Það er líka fróðlegur listinn yfir möguleika leikmanna að fá spjöld fyrir óíþróttamannslega framkomu í leikjum. Það kemur fram að allar hópögranir eða þegar leikmenn hópast um dómarann endar bara með gulu spjaldi. Hér fyrir neðan má sjá kaflann um Óíþróttamannsleg framkoma í Áhersluatriðum Dómaranefndar KSÍ 2018:Óíþróttamannsleg framkoma Dómurum ber að vera sérstaklega á varðbergi gangvart hvers konar óíþróttamannslegri framkomu og refsa fyrir hana í samræmi við knattspy rnulögin, þ.e. með áminningu og gulu spjaldi. Sem dæmi um óíþróttamannslega framkomu má nefna: - Leikmenn sem grafa undan valdi dómarans með því að mótmæla ákvörðunum hans með orðum eða látæði. - Leikmenn sem gera sér langa ferð til þess að mótmæla ákvörðunum dómara eða aðstoðarmanna hans. - Leikmenn sem sparka eða bera boltann í burtu eftir að dómarinn hefur dæmt. - Leikmenn sem hindra hraðtekningu aukaspyrna með því að stíga fyrir boltann. Leikmönnum ber að koma sér fljótt a.m.k. 9,15m frá tökustaðnum. - Leikmenn sem með orðum eða látæði krefjast þess að dómari sýni mótherja gula spjaldið. - Hópögranir – sýna ber að lágmarki einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið. - Leikaraskapur/uppgerð – hvar sem er á vellinum. - Yfirdrifin fagnaðarlæti við markaskorun (klifrað upp á vallargirðingu, peysa sett yfir höfuð o.s.frv.). - Hópast um dómarann. Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri. Það er hægt að nálgast öll áhersluatriði Dómaranefndar KSÍ fyrir árið 2018 með því að smella hérna.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Sjá meira