Trump reyndi aftur að reka Mueller í desember Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2018 10:15 Í ljós kom að fréttirnar um stefnu á hendur Deutsche Bank sem ergðu Trump svo mjög tengdust ekki honum sjálfum heldur einstaklingum sem tengjast honum. Vísir/AFP Fréttir um að þýskum banka hefði verið stefnt um gögn um viðskipti Donalds Trump Bandaríkjaforseta reittu hann svo til reiði í desember að hann sagði aðstoðarmönnum sínum að stöðva þyrfti rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þetta er annað skiptið sem vitað er um þar sem Trump vildi reka rannsakandann.New York Times segir að reiði Trump hafi verið sefuð þegar ráðgjafar hans og lögmenn fengu það staðfest hjá skrifstofu Mueller að fréttir um að rannsakandinn hefði stefnt Deutsche Bank um gögnin væru ekki nákvæmar. Forsetinn hafi þá dregið í land. Aðstoðarmenn forsetans eru nú sagðir óttast að Trump gæti notað húsleitir alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni sínum á mánudag sem átyllu til þess að reka rannsakandann. Mueller rannsakar hvort samráð hafi átt sér stað á milli forsetaframboðs Trump og rússneskra stjórnvalda árið 2016. Húsleitirnar eru sagðar tengjast greiðslum til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Mueller miðlaði upplýsingunum áfram til ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð fyrir rassíunum. Trump sagði sjálfur á mánudag að koma þyrfti í ljós hvort að hann ræki Mueller. Vísaði hann til þess að „margir“ hefðu ráðlagt honum að gera það. Kallaði hann húsleitirnar árás á Bandaríkin.Leiða reiðilestra Trump hjá sér til að byrja með Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi viljað reka Mueller í júní í fyrra vegna þess sem hann taldi vera hagsmunaárekstrar rannsakandans. Þar á meðal var minniháttar deila Mueller um aðild að golfklúbbi Trump einhverjum árum áður. Skipaði Trump Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að segja Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókn Mueller að reka rannsakandann. McGahn hummaði þá kröfu fram af sér. Trump linnti hins vegar ekki látum fyrr en McGahn hótaði að segja af sér frekar en að fara að skipun forsetans.Donald F. McGahn, lögmaður Hvíta hússins, sagði forsetanum að ekki væri ástæða til að reka Mueller síðasta sumar. Það var ekki fyrr en hann hótaði því að segja af sér sem Trump hætti að biðja hann um að reka Mueller.Vísir/GettyFréttaflutningur af rannsókn Mueller hefur ítrekað verið kveikjan að bræðiköstum forsetans. Á meðan á þeim stendum hefur hann rasað um að nú þurfi hann að stöðva rannsóknina eða losa sig við embættismenn sem tengjast henni eins og Rosenstein, Mueller sjálfan og jafnvel Christopher Wray, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. New York Times segir hins vegar að aðstoðarmenn forsetans hafi lært að hunsa reiðilestra hans. Þeir taki þeim ekki sem beinum skipunum heldur séu þeir einfaldlega hvernig Trump tjáir sig án þess að meira búi að baki. Því bíði aðstoðarmennirnir yfirleitt með að grípa til aðgerða þangað til Trump hefur vakið máls á einhverju í þrígang.Telur ekki þörf á að verja Mueller Frumvörp um að verja Mueller fyrir mögulegum brottrekstri hafa legið fyrir Bandaríkjaþingi í nokkra mánuði. Leiðtogar repúblikana, sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa hins vegar ekki viljað láta greiða atkvæði um þau. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að hann teldi að Mueller ætti að fá að ljúka rannsókn sinni. Hann teldi hins vegar enga þörf á lögum til að verja Mueller sérstaklega þar sem hann sæi ekkert sem benti til þess að hætta væri á hann yrði rekinn. Ekki virðast hins vegar allir repúblikanar vera á sömu blaðsíðunni. Davin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, ýjaði að því í gær að þingmenn ættu að ávíta Rosenstein og Wray og ákæra þá vegna húsleitanna hjá lögmanni Trump. Nunes þessi hefur áður fullyrt að dómsmálaráðuneytið og FBI hafi haft brögð í tafli þegar þau fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Fréttir um að þýskum banka hefði verið stefnt um gögn um viðskipti Donalds Trump Bandaríkjaforseta reittu hann svo til reiði í desember að hann sagði aðstoðarmönnum sínum að stöðva þyrfti rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Þetta er annað skiptið sem vitað er um þar sem Trump vildi reka rannsakandann.New York Times segir að reiði Trump hafi verið sefuð þegar ráðgjafar hans og lögmenn fengu það staðfest hjá skrifstofu Mueller að fréttir um að rannsakandinn hefði stefnt Deutsche Bank um gögnin væru ekki nákvæmar. Forsetinn hafi þá dregið í land. Aðstoðarmenn forsetans eru nú sagðir óttast að Trump gæti notað húsleitir alríkislögreglunnar FBI hjá lögmanni sínum á mánudag sem átyllu til þess að reka rannsakandann. Mueller rannsakar hvort samráð hafi átt sér stað á milli forsetaframboðs Trump og rússneskra stjórnvalda árið 2016. Húsleitirnar eru sagðar tengjast greiðslum til tveggja kvenna sem segjast hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Mueller miðlaði upplýsingunum áfram til ríkissaksóknara Bandaríkjanna fyrir New York-ríki sem stóð fyrir rassíunum. Trump sagði sjálfur á mánudag að koma þyrfti í ljós hvort að hann ræki Mueller. Vísaði hann til þess að „margir“ hefðu ráðlagt honum að gera það. Kallaði hann húsleitirnar árás á Bandaríkin.Leiða reiðilestra Trump hjá sér til að byrja með Áður hefur verið greint frá því að Trump hafi viljað reka Mueller í júní í fyrra vegna þess sem hann taldi vera hagsmunaárekstrar rannsakandans. Þar á meðal var minniháttar deila Mueller um aðild að golfklúbbi Trump einhverjum árum áður. Skipaði Trump Donald McGahn, lögmanni Hvíta hússins, að segja Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, sem hefur umsjón með rannsókn Mueller að reka rannsakandann. McGahn hummaði þá kröfu fram af sér. Trump linnti hins vegar ekki látum fyrr en McGahn hótaði að segja af sér frekar en að fara að skipun forsetans.Donald F. McGahn, lögmaður Hvíta hússins, sagði forsetanum að ekki væri ástæða til að reka Mueller síðasta sumar. Það var ekki fyrr en hann hótaði því að segja af sér sem Trump hætti að biðja hann um að reka Mueller.Vísir/GettyFréttaflutningur af rannsókn Mueller hefur ítrekað verið kveikjan að bræðiköstum forsetans. Á meðan á þeim stendum hefur hann rasað um að nú þurfi hann að stöðva rannsóknina eða losa sig við embættismenn sem tengjast henni eins og Rosenstein, Mueller sjálfan og jafnvel Christopher Wray, forstjóra alríkislögreglunnar FBI. New York Times segir hins vegar að aðstoðarmenn forsetans hafi lært að hunsa reiðilestra hans. Þeir taki þeim ekki sem beinum skipunum heldur séu þeir einfaldlega hvernig Trump tjáir sig án þess að meira búi að baki. Því bíði aðstoðarmennirnir yfirleitt með að grípa til aðgerða þangað til Trump hefur vakið máls á einhverju í þrígang.Telur ekki þörf á að verja Mueller Frumvörp um að verja Mueller fyrir mögulegum brottrekstri hafa legið fyrir Bandaríkjaþingi í nokkra mánuði. Leiðtogar repúblikana, sem hafa meirihluta í báðum deildum þingsins, hafa hins vegar ekki viljað láta greiða atkvæði um þau. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, sagði í gær að hann teldi að Mueller ætti að fá að ljúka rannsókn sinni. Hann teldi hins vegar enga þörf á lögum til að verja Mueller sérstaklega þar sem hann sæi ekkert sem benti til þess að hætta væri á hann yrði rekinn. Ekki virðast hins vegar allir repúblikanar vera á sömu blaðsíðunni. Davin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar, ýjaði að því í gær að þingmenn ættu að ávíta Rosenstein og Wray og ákæra þá vegna húsleitanna hjá lögmanni Trump. Nunes þessi hefur áður fullyrt að dómsmálaráðuneytið og FBI hafi haft brögð í tafli þegar þau fengu heimild til að hlera fyrrverandi ráðgjafa framboðs Trump árið 2016.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29