Óla Þórðar er alveg hjartanlega sama hvað fólki finnst Jakob Bjarnar skrifar 11. apríl 2018 12:57 Óli fylgist ekki með á samfélagsmiðlum og honum er í raun alveg sama hvað fólki finnst, hann er ekki í neinni vinsældakeppni. visir/vilhelm „Það veitir ekkert af því að hrista aðeins uppí þessu. Það er bara svoleiðis,“ segir Ólafur Þórðarson, hinn knái Skagamaður; þjálfari og vörubílsstjóri í samtali við Vísi. Ummæli Óla Þórðar, sem hann lét falla í viðtali í hlaðvarpsþætti sem finna má á fótbolti.net, hafa valdið verulegu uppnámi meðal þeirra sem vilja koma böndum á íslenskuna með það fyrir augum að ef möguleiki er á því að einhver orð móðgi hugsanlega einhvern, þá séu þau gerð útlæg úr tungumálinu.Svívirðingum hellt yfir Óla í nafni umburðarlyndis Og, þannig voru orð Óla vaxin: „Það er verið að kellingavæða allt saman. Það má ekki segja neitt. Femínisminn er orðinn allsráðandi. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn. Út á vellinum eru þetta bara dýrin í skóginum,“ sagði Óli í viðtalinu. Ekki var að sökum að spyrja, allt fór á hvolf á samfélagsmiðlunum og tók Vísir saman nokkur dæmi um slíkt, þar sem Óla eru ekki vandaðar kveðjurnar, allt í nafni umburðalyndis. Óli er kallaður hellisbúi og vitleysingur sem þurfi að leita sér aðstoðar. Svo dæmi sé tekið af fullkomnu handahófi, og þá af þeim sem eru tiltölulega hófstillt, þá segir tónlistarmaðurinn Hannes Friðbjarnarson: „Finnst eins og Óli Þórðar þurfi að stíga inn í nútímann. Skreppa svo til sálfræðings og losa um alla þessa reiði.“Er ekki í neinni vinsældakeppni En, Óli segist ekkert fylgjast með samfélagsmiðlum og hefur sannast sagna sáralitlar áhyggjur af því hvað menn hjala þar. „Nei. En, þeir sem ég hef hitt hafa verið ánægðir með þetta,“ segir Óli og er þá að tala um hin umdeildu ummæli. Og segir að þeir deili áhyggjum sínum sem snúa að því að menn þori orðið ekki að segja neitt, því þá verð allt vitlaust. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. En, ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því hvaða viðbrögð ég fæ.Ég er ekki í neinni vinsældakeppni. Ég segi bara mína meiningu.“Þú sem sagt óttast ekki viðbrögðin? „Nei,“ segir Óli og það leynir sér hvergi að alvara fylgir þeim orðum. Slík er áherslan. Blaðamaður nánast heyrir Óla hrista höfuðið í gegnum símann, hvar hann stóð úti í rokinu og var að vinna. Það hnussar í honum.Þrúgandi ótti ríkjandi í samfélaginu „Menn eru hættir að þora að segja sína meiningu. Það er svolítið mikið þannig, almennt í þjóðfélaginu,“ segir Óli og telur þjóðfélagið beinlínis undirlagt í þessum ótta. Og þar í liggi meinsemdin.En, af hverju eru menn svona hræddir? „Ég veit það ekki. Hræddir að verða dæmdir af samfélaginu. Það hlýtur að vera eitthvað svoleiðis.“Og dæmdir þá ómaklega? Þeim gerðar upp skoðanir og meiningar? „Já, það getur verið. En, það hlýtur að fara eftir því hvað menn segja.“Nennir ekki að fjalla um fótbolta Óli er að keyra vörubíl og djöflast. Hann segir ekkert fyrirliggjandi, ekkert í pípunum með frekari þjálfun sem hann hefur þó alveg áhuga á að halda áfram með. Síðast þjálfaði hann Víkinga og þar áður Fylki. Með góðum árangri. Samkvæmt heimildum Vísis var hann dýrkaður í Árbænum.En, svo skoðanaríkur og afdráttarlaus einstaklingur hlýtur að vera eftirsóttur í það þá að fjalla um fótbolta? „Ég hef ekki viljað það. Þeir þarna á Stöð 2, Pepsímörkunum, hafa legið í mér frá því ég hætti að þjálfa. En, ég hef ekki haft neinn áhuga á því. Ég nenni ekki að sitja þarna í einhverju kjaftæði og hrauna yfir þessa stráka sem eru að spila fótbolta, ég nenni því ekki. Það er ekki sá vettvangur sem ég hef áhuga á að starfa á í fótbolta. Annað hvort er maður á vellinum eða sleppir því.“ Máni Pétursson og Frosti Logason fjölluðu í morgun um þessi læti á samfélagsmiðlum í tengslum við téð ummæli, sem hlusta má á hér neðar. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óli Þórðar setti allt á hliðina: „Óverdósað af rítalíni og fengið heiftarlega túrverki“ Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson vakti heldur betur mikla athygli í íslensku samfélagi í gær. 11. apríl 2018 11:15 Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum. 10. apríl 2018 14:51 Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
„Það veitir ekkert af því að hrista aðeins uppí þessu. Það er bara svoleiðis,“ segir Ólafur Þórðarson, hinn knái Skagamaður; þjálfari og vörubílsstjóri í samtali við Vísi. Ummæli Óla Þórðar, sem hann lét falla í viðtali í hlaðvarpsþætti sem finna má á fótbolti.net, hafa valdið verulegu uppnámi meðal þeirra sem vilja koma böndum á íslenskuna með það fyrir augum að ef möguleiki er á því að einhver orð móðgi hugsanlega einhvern, þá séu þau gerð útlæg úr tungumálinu.Svívirðingum hellt yfir Óla í nafni umburðarlyndis Og, þannig voru orð Óla vaxin: „Það er verið að kellingavæða allt saman. Það má ekki segja neitt. Femínisminn er orðinn allsráðandi. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn. Út á vellinum eru þetta bara dýrin í skóginum,“ sagði Óli í viðtalinu. Ekki var að sökum að spyrja, allt fór á hvolf á samfélagsmiðlunum og tók Vísir saman nokkur dæmi um slíkt, þar sem Óla eru ekki vandaðar kveðjurnar, allt í nafni umburðalyndis. Óli er kallaður hellisbúi og vitleysingur sem þurfi að leita sér aðstoðar. Svo dæmi sé tekið af fullkomnu handahófi, og þá af þeim sem eru tiltölulega hófstillt, þá segir tónlistarmaðurinn Hannes Friðbjarnarson: „Finnst eins og Óli Þórðar þurfi að stíga inn í nútímann. Skreppa svo til sálfræðings og losa um alla þessa reiði.“Er ekki í neinni vinsældakeppni En, Óli segist ekkert fylgjast með samfélagsmiðlum og hefur sannast sagna sáralitlar áhyggjur af því hvað menn hjala þar. „Nei. En, þeir sem ég hef hitt hafa verið ánægðir með þetta,“ segir Óli og er þá að tala um hin umdeildu ummæli. Og segir að þeir deili áhyggjum sínum sem snúa að því að menn þori orðið ekki að segja neitt, því þá verð allt vitlaust. „Ég hef bara fengið jákvæð viðbrögð. En, ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því hvaða viðbrögð ég fæ.Ég er ekki í neinni vinsældakeppni. Ég segi bara mína meiningu.“Þú sem sagt óttast ekki viðbrögðin? „Nei,“ segir Óli og það leynir sér hvergi að alvara fylgir þeim orðum. Slík er áherslan. Blaðamaður nánast heyrir Óla hrista höfuðið í gegnum símann, hvar hann stóð úti í rokinu og var að vinna. Það hnussar í honum.Þrúgandi ótti ríkjandi í samfélaginu „Menn eru hættir að þora að segja sína meiningu. Það er svolítið mikið þannig, almennt í þjóðfélaginu,“ segir Óli og telur þjóðfélagið beinlínis undirlagt í þessum ótta. Og þar í liggi meinsemdin.En, af hverju eru menn svona hræddir? „Ég veit það ekki. Hræddir að verða dæmdir af samfélaginu. Það hlýtur að vera eitthvað svoleiðis.“Og dæmdir þá ómaklega? Þeim gerðar upp skoðanir og meiningar? „Já, það getur verið. En, það hlýtur að fara eftir því hvað menn segja.“Nennir ekki að fjalla um fótbolta Óli er að keyra vörubíl og djöflast. Hann segir ekkert fyrirliggjandi, ekkert í pípunum með frekari þjálfun sem hann hefur þó alveg áhuga á að halda áfram með. Síðast þjálfaði hann Víkinga og þar áður Fylki. Með góðum árangri. Samkvæmt heimildum Vísis var hann dýrkaður í Árbænum.En, svo skoðanaríkur og afdráttarlaus einstaklingur hlýtur að vera eftirsóttur í það þá að fjalla um fótbolta? „Ég hef ekki viljað það. Þeir þarna á Stöð 2, Pepsímörkunum, hafa legið í mér frá því ég hætti að þjálfa. En, ég hef ekki haft neinn áhuga á því. Ég nenni ekki að sitja þarna í einhverju kjaftæði og hrauna yfir þessa stráka sem eru að spila fótbolta, ég nenni því ekki. Það er ekki sá vettvangur sem ég hef áhuga á að starfa á í fótbolta. Annað hvort er maður á vellinum eða sleppir því.“ Máni Pétursson og Frosti Logason fjölluðu í morgun um þessi læti á samfélagsmiðlum í tengslum við téð ummæli, sem hlusta má á hér neðar.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Óli Þórðar setti allt á hliðina: „Óverdósað af rítalíni og fengið heiftarlega túrverki“ Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson vakti heldur betur mikla athygli í íslensku samfélagi í gær. 11. apríl 2018 11:15 Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum. 10. apríl 2018 14:51 Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Óli Þórðar setti allt á hliðina: „Óverdósað af rítalíni og fengið heiftarlega túrverki“ Skagamaðurinn Ólafur Þórðarson vakti heldur betur mikla athygli í íslensku samfélagi í gær. 11. apríl 2018 11:15
Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum. 10. apríl 2018 14:51
Óli Þórðar: Sé lítinn mun á fótboltanum hjá landsliðinu í dag og þegar ég spilaði Knattspyrnugoðsögnin Ólafur Þórðarson gefur lítið fyrir það tal um að íslenska landsliðið spili miklu betri fótbolta í dag en þegar hann var í landsliðinu á sínum tíma. 10. apríl 2018 13:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent